Réttur - 01.06.1943, Síða 14
90
RÉTTUR
styrjaldir hafa allt að því lagt „hálfan heiminn í eyði“, síðan hann
reit hina tilvitnuðu grein. — Og hvað gerir Jónas? — Hann hýður
1. júlí í „Degi“ ísland fram sem „áhrifasvæði“ (eins og Vísir orð-
ar það) hinna engilsaxnesku stórvelda, er sé varið „af þeim móti
hernaðarhættu frá meginlandi Evrópu“. — Sjálfur hefur hann sagt
að heimspólitikin snerist „eftir óskum og þörfum hinna miklu
framleiðenda og herbúnaðurinn og stríðin séu í þeirra þágu“ o.
s. frv. o. s. frv„ — svo hann gengur ekki að því gruflandi hverjum
hann vill afhenda landið og til hvers. M. ö. o.: „auðvaldið er stór-
hættulegt þjóðunum", það getur þá og þegar á ný lagt heil lönd
í rústir með morðvélum sínum í landvinningabraski, — og þá er
tilvalið að bjóða ísland voldugustu og ágjörnustu auðmannastétt-
inni, sem Jónas býst við að uppi verði, er sú þýzka er að velli lögð.
— Vel gert af höfundi greinarinnar um „auð og œttjarðarást“!
2. Jónas veit, að með framleiðsluháttum auðvaldsins kemur
öðru hvoru hrun. Hann veit, að verkamenn vilja afstýra þessum
hrunum og ægilegum fylgjum þeirra með því að liafa næga at-
vinnu handa öllum og sjá um að launþegar fái svo hátt kaup, að
þeir geti keypt það, sem þeir framleiða. — En það skal aldrei
verða, hugsar Jónas Jónsson frá 1943. „Þegar atvinnan verður ekki
rekin fyrir tapi, kemur hrunið, atvinnuleysið og öll bágindi krepp-
unnar,“ segir hann í Degi 7. júlí. Og hvað skal þá til varnar verða?
Jú, þá eiga „bændur úr Framsóknar- og Sjálfstæðisflokknum að
standa hlið við hlið um bændamálin og beita, þegar þess þarf með,
jafnmiklu harðfylgi og kommúnistar,“ en Jónas segir að þeir muni
beita slíku harðfylgi að samsvari „9. nóv. í stækkaðri og endur-
bættri útgáfu.“ Og ekki eiga bændur að bíða þess að allir þessir
spádómar Jónasar rætist, heldur skulu þeir strax í haust og vetur
„halda kröftuga fundi um mál sín og leggja hnefann á borðið fram-
an við kommúnista að dæmi Ófeigs í Skörðum og segja: „Iiversu
þykir þér hnefi sá?“ (Dagur, 7. júlí).
Og síðan er skorað á „útvegsmenn og leiðtoga iðnaðarins“ að
mynda með bændum „bandalag framleiðendanna“ til þess að taka
á verkamönnum „með festu“.
Með öðrum orðum: Þegar auðvaldið á íslandi er orðið svo lang-