Réttur


Réttur - 01.01.1946, Page 1

Réttur - 01.01.1946, Page 1
RETTUR TÍMARIT UM ÞJÓÐFÉLAGSMÁL 30. árgangur 1. hefti 1946 EINAR OLGEIRSSON: Nokkrar hugleiðingar um lýð- ræði og baráttuna fyrir því Hvað er lýðræði? Fá orð munu eins mikið notuð og misnotuð nú á tímum og orðið lýðræði. Og það er sannarlega ekki vanþörf á, að rnenn geri sér ljóst, hvað við er átt með því orði, því að margar af þeim deilum, sem um það orð eru háðar, eru ef til vill sprottnar af því, að menn eiga við ólík hugtök, þótt menn noti hið sama orð. Það er því ekki vanþörf á, að þeir, sem telja sig berjast allra flokka ákveðnast fyrir lýðræði, eins og Sósíalistaflokkurinn gerir, reyni að setja fram skýr- ingu sína á því hugtaki eins alþýðlega og kostur er á, svo að almenningur fái skilið, hvað við er átt með því. Það, sem lýðræði merkir fyrst og fremst, er eftirfarandi: í fyrsta lagi: Lýðrœði er vald lýðsins, vald fjöldans, vald fólksins, eins og það er kallað í daglegu tali, gagnstætt valdi höfðingja, höfðingjaræði eða valdi einstaks manns, einræði. Þetta er hin upphaflega merking orðsins lýðræði, „dernó- kratí“, (af ,,demos“ lýður og ,,kratein“ að ráða). Þegar hug- takið er upphaflega mótað í Grikklandi fornaldarinnar, þá

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.