Réttur


Réttur - 01.01.1946, Síða 3

Réttur - 01.01.1946, Síða 3
RÉTTUR 3 ef til vill hafa talið þennan eiginleika lýðræðisins — þ. e. frelsi lýðsins — fyrst af öllu, á undan valdi hans. En ég hef hér af ásettu ráði talið lýðræðið fyrst og fremst vald lýðsins vegna þess, að á valdi lýðsins er það, sem frelsi hans byggist. Því að glati fjöldinn því valdi, sem lýðræðið fyrst og fremst er, þá hlýtur frelsi hans að fara fljótlega sömu leið. Vald lýðsins — áhrifavald hans, samtakavald hans, ríkisvald lians — er vörður og frumskilyrði frelsis hans. En það Hggur í hlutarins eðli, að oft og tíðum verður það svo í hinni sögu- legu þróun í baráttunni fyrir lýðræðinu, að sjálft fólkið, sjálfur lýðurinn, verður að þrengja að frelsi sínu um stund til þess að geta einbeitt sér að því að afla sér þess valds, sem er undirstaða lýðræðisins, eða að halda því, þegar að honurn er sótt til þess að svipta hann því. Þegar svo stendur á, gildir hið gamla kjörorð frönskú lýðræðisbyltingarinnar: „Föður- landið er í hættu!“ Og vald lýðsins íklæðist þá oft þeim her- klæðum, sem að vísu samrýmast illa hinni endanlegu hug- sjón þess, en geta verið alveg óhjákvæmileg til þess að varð- veita veruleik þess. í þriðja lagi: Lýðrœði er jafnrétti mannanna. Þetta jafn- rétti, sem þúsundir hafa barizt fyrir og dáið fyrir, er meira en jafnrétti fyrir lögunum, svo mikilvægt sem það er og svo ljarlægt sem það er því að vera enn framkvæmt. Ef svo væri, að lýðræðið væri aðeins jafnrétti fyrir lögunum, þá væru hin beisku orð Anatole France þungur dómur um lýðræðið: „Lögin, sem eru jöfn fyrir alla, banna í hátign sinni jafnt fátækunr sem ríkum að sofa undir brúrn, betla á götunum og stela brauði“. — Jafnrétti er meira. Það er jafn réttur hvers einstaklings til jarðarinnar og auðlinda hennar, jafn réttur til menningararfs og lífsgæða þjóðfélagsins, jafnrétti án tillits til efnahags, stéttar, þjóðflokks eða kyns til þess að leita og njóta lífshamingju, til þess „að kornast áfram“ í að' allir menn séu skapaðir jafnir, a'ð þeim séu af skapara þeirra léð ákveðin óafsalanleg réttindi; að þar á meöal sé lífið', frelsið og leilin að hamingj- unni). -..

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.