Réttur


Réttur - 01.01.1946, Side 9

Réttur - 01.01.1946, Side 9
RÉTTUR 9 öllu kröfur um vald: stjórnarfarslegt vald, félagslegt vald, atvinnulegt vald. Kröfur hennar t. d. í frönsku byltingunni og annars staðar voru langt frá því að vera takmarkaðar við stjórnmálasviðið, heldur tóku þær þvert á móti ekki síður til atvinnulífsins. Borgarastéttin barðist ekki aðeins fyrir því, að pólitísku einræði konungs og aðals væri hrundið, heldur einnig fyrir því, að einræði þessara konunga og fursta yfir verzlun, jörðum og miklum hluta atvinnutækjanna væri afnumið, einokuninni aflétt, aðalsjarðirnar teknar eignar- námi, konungseignirnar ,,þjóðnýttar“. Kröfur borgarastétt- arinnar voru: réttindi til handa þeim, sem tilheyrðu borg- arastéttinni: til að mega verzla, til að mega eiga atvinnu- tæki, eiga jarðir og ekki livað sízt réttur til þess að mega greiða atkvæði, — og borgarastéttinni þótti oftast nær ráð- legast að tengja þann rétt við það, að menn hefðu ákveðnar, liáar tekjur eða ættu svo og svo miklar eignir. Það var því oftast nær takmarkað lýðræði, mjög „borgaralegt“ lýðræði, sem borgarastéttin barðist fyrir og framkvæmdi, ef hún fékk ein að ráða. Vér íslendingar þekkjum, hve takmarkað það var hér, hve fáir höfðu t. d. kosningarétt framan af þessari öld. En oft gerði borgarastéttin líka víðtækari lýðræðislegar kröfur, oftast til þess knúin til að tryggja almennt fylgi lýðs- ins við sínar eigin valdakröíur á hendur einvaldskonungum og aðli. Bændastéttin takmarkaði sig ekki heldur í sinni sókn til lýðræðis við afnám hins pólitíska einræðis aðals og konunga, heldur lagði og höfuðáherzlu á afnám eignarréttar aðalsins á jörðunum. Sókn borgara og bænda fram á leið til lýðræðis var því engan veginn takmörkuð við hina pólitísku hlið lýð- ræðisins eina saman, heldur var hún vissulega einnig á sviði atvinnu- og fjárhagslífsins. En hagsmunasviðið, sem sú bar- átta tók til, var eins og að líkum lætur takmarkað við þessar stéttir, sem forystu höfðu í baráttunni. Það er því alveg í samræmi við þá sókn fram til aukins lýðræðis, sem borgara- og bændastéttir sumra landa hafa háð

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.