Réttur - 01.01.1946, Page 10
10
RÉTTUR
á sviði stjórnmála og efnahagsmála og heyja enn víða um
lönd, — því að þess ber að minnast, að hjá yfirgnæfandi
meirihluta mannanna hafa t. d. lýðræðiskröfur bændastétt-
anna ekki sigrað enn, — þegar verkamannastéttin í fjölmörg-
um löndunr heims hefur einnig sína sókn til lýðræðis á
sviði stjórnmálanna nreð baráttu fyrir almennum, jöfnum
kosningarétti, á sviði atvinnulífs með baráttu fyrir þjóðnýt-
ingu stórfyrirtækja og einokunarhringa, á sviði þjóðfélags-
ins sem heildar með baráttu fyrir afnámi yfirdrottnunar fá-
mennrar auðmannastéttar og algerum sigri lýðræðis á öllunr
sviðum þjóðlífsins — sósíalismanum. Og verkamannastéttin
fylkir um sig í fjölda landa öllum þeim stéttum öðrum, sem
borgarastéttin hefur eigi hirt um, t. d. bændum Mið- og
Austur-Evrópu og Asíulanda, eða verkamannastéttin beitr-
línis tekur upp þá baráttu, senr borgarastéttin af sérhags-
munaástæðunr hafði látið undir lröfuð leggjast að lreyja, þó
að hún brygðist nreð því sínu sögulega forystuhlutverki í
þjóðfélagslegri þróun nútímans. .
Það er nauðsynlegt fyrir oss Evrópumenn að gera oss það
Ijóst, að sú barátta, sem vér erum vanir að tengja fyrst og
fremst við 18. og 19. öldina, barátta borgara- og bændastétta
fyrir lýðræði, er nú háð á 20. öldinni í löndum eins og t. d.
Indónesíu, Indlandi, Kína, íran, Egiptalandi og víðar og að
oft hafa jafnvel forystu í slíkri borgara- og bændabaráttu
gegn aðli og einræði innlendra og erlendra herdrottna menn,
sem tileinkað hafa sér þjóðfélagssjónarmið marxismans og
kalla sig sósíalista eða kommúnista, þó að sú Jrjóðfélagsbreyt-
ing, sem þeir eru að berjast fyrir, sé hvorki sósíalismi né
kommúnismi, sakir Jress, á hve frumstæðu þróunarstigi Jrað
þjóðfélag er, sem þeir lifa í. Þannig er t. d. sú stefnuskrá, sem
kínverski Kommúnistaflokkurinn berst fyrir að framkvæma,
mun líkari stefnu Jakobínanna í frönsku byltingunni 1789
en framkvæmdum rússnesku bolsjevíkanna, — og stefna
indónesískra sósíalista er sem stendur raunverulega svipaðri
þjóðfrelsisbaráttu Jóns Sigurðssonar á íslandi: sjálfstæðis-