Réttur - 01.01.1946, Page 15
RÉTTUR
15
fyrst. Franska verkalýðshreyfingin tók síðan forystuna á tíma-
bili, — og ef til vill á hún nú eftir að nróta framsóknina til
lýðræðis á þessum árum á sinn sérstaka hátt.
Og þannig hefur það gengið á víxl. En hve þýðingarmikið
það er fyrir eina þjóð, hvort henni tekst að ná forystu þjóð-
anna með því að skapa lijá sér róttækasta lýðræði sinnar
tíðar, — eða hvort hún dregst aftur úr og kynnist frelsinu
„aðeins að útför þess“, eins og Marx komst eitt sinn að orði
um Þjóðverja, — það hafa þýzkir sósíalistar nú ærna ástæðu
til að þekkja og vita — því nriður. Og svo mjög sem sósíal-
istar Þýzkalands mega hata Hitler og nazismann sem sósial-
istar fyrir það grimmdaræði, sem hann beitti alþýðu Þýzka-
lands, þá hafa þeir ekki minni ástæðu til að hata þá harð-
stjórn sem Þjóðverjar sökum þess, hvernig nazisminn kippti
þjóðinni aftur á bak og svipti hana þeim glæsilegu mögu-
leikum, sem hún hafði.
Það er því í alla staði eðlilegt, að það verði til þess að
auka stórurn veg og áhrif rússnesku þjóðarinnar á 20. öld-
inni, að sósíalisminn sigraði þar fyrst, svipað og það gaf
Frakklandi áhrif og ljóma, að borgaralegt lýðræði brauzt
þar fyrst fyrir alvöru til valda. Þó ber þess að gæta, að öll
þróun gerðist, eða a. m. k. getur gerzt, svo miklu hraðar á
20. öldinni heldur en fyrrum, að lítil líkindi eru til þess, að
t. d. rússneska þjóðin eða aðrar ráðstjórnarþjóðir uppskeri
til eins langs tíma veg og virðingu af brautryðjendastarfi
sínu fyrir sósíalismann og raun varð á um England og Frakk-
land í brautryðjendastarfi þeirra fyrir borgaralegt lýðræði
á 17. og 18. öld. Allt fer þetta þó mikið eftir því, hve ör
þróunin til sósíalismans verður á þessari öld. Ef Þýzkaland
hefði t. d. eftir stríðið 1914—18 þró <zt til sósíalisma í staðinn
fyrir til nazisma, hefði vafalaust fallið í skaut þýzku þjóðar-
innar rnikið af þeim lnóðri, sem rússne.ska þjóðin nú eðli-
lega hefur hlotið í augurn liins mennt tða og framsækna
lieims íyrir afrek það, sem aldrei mun l'yrnast: sköpun sósíal-
ismans. .......