Réttur - 01.01.1946, Síða 16
16
RÉTTUR
Eða svo maður bregði sér í- skýjaborgirnar: Ráðstjórnar-
ríkin eru enn sem komið er aðeins á þróunarstigi sósíalism-
ans, framleiðsluhættir kommúnismans eru ekki komnif þar
á. En sá er greinarmunur á þróunarskeiði sósíalisma og
kommúnisma, að á hinu fyrra er afurðum þjóðfélagsins
úthlutað til hvers eins í hlutfalli við afköst hans — launa-
skipulagið er í samræmi við afköstin, því að framleiðslu-
tæknin er ekki enn orðin svo gífurleg né maðurinn svo
þroskaður, að vanþörf sé á að skírskota til dugnaðar og eig-
inhagsmuna hvers einstaklings. En á hinu síðara stigi sósíal-
ismans (kommúnismanum) skal afurðunum úthlutað eftir
þörfum hvers og eins með tilliti til þess, að framleiðslutækni
þjóðfélagsins sé þá komin á svo hátt stig, að hægt sé að full-
nægja öllum þörfum manna. — Ef Bandaríkin yrðu sósíalist-
ísk á morgun, myndu þau vafalítið verða fyrri til en Ráð-
stjórnarríkin að skapa tæknilegar forsendur fyrir fram-
kvæmd kommúnisma sakir þess, hve framleiðslubákn þeirra
er gífurlegt. Með fullri hagnýtingu þess væri liægt að skapa
grundvöll að allsnægtum handa hverjum einasta meðlimi
þess þjóðfélags.
Það er eftirtektarvert, að í dag tala fulltrúar amerískra
kapítalista um það með nokkurri gremju, að eftir 15—20 ár
verði Ráðstjórnarríkin komin fram úr þeim, hvað fram-
leiðslu snertir. Vitanlegt er, að Bandaríkin þyrftu ekki að
verða undir í þessari keppni. Eina orsökin til þess, að Banda-
ríkin þurfa nú að óttast það að dragast aftur úr, er sú, að
þau hafa úrelt eignaskipulag á sínu glæsilega framleiðslu-
bákni, að örfáir peningafurstar drottna einvaldir yfir því,
eins og aðall miðaldanna yfir jörðum Frakklands fram til
1789. Ef alþýða Bandaríkjanna kæmi á morgun lýðræðislegu
skipulagi á atvinnulíf sitt með því að hnekkja valdi peninga-
furstanna yfir því og gæti þannig haldið áfram kreppulausri
þróun næstu áratugina, þá gæti enginn náð Bandaríkjun-
um í forystu um framleiðsluhætti og velsæld fjöldans. Þau
yrðu forystuland kommúnismans í þjóðhagslegum skilningi,