Réttur - 01.01.1946, Síða 19
RÉTTUR
19
framförin var líka raunverulega mikil. Vér, sem nú lifum,
getum ekki metið hetjubaráttuna, sem þá var háð fyrir
þeirri hugsjón, öðru vísi en að skilja jafnframt til hlítar, hve
stórkostlegt það var, sem þá vannst, í stað þess að einblína á
það, sem oss finnst nú skuggahliðar. Og þannig verðum vér
líka að læra að líta á fyrirbæri vorra tíma.
Sigur frönsku stjórnarbyltingarinnar 1789 varð hið klass-
íska form fyrir sigri borgarabyltingarinnar, fyrirmyndin að
sigri lýðræðis borgara og oft og tíðum bænda. Og það var
litið til þessa atburðar næstu 150 árin sem þess atburðar, er
markaði aldahvörf. En lýðræði borgara og bænda sigraði í
hinum ýmsu löndum heims undir mjög ólíkum formum á
næstu 150 árum, og oft var það aðeins lýðræði borgaranna,
en bændur voru eftir skildir, og enn á það eftir að sigra í
löndum, sem byggð eru af meirhluta mannkynsins, — því
megum vér ekki gleyrna. Formið fyrir sigri þessa lýðræðis,
sem vér almennt þekkjum undir nafninu borgaralegt lýð-
ræði, hefur því verið jafnólíkt eins og sjálfar þær myndir,
sem þetta lýðræði hefur tekið á sig á hinum ýmsu skeiðum
sögunnar.
Eins mun og verða um þá sókn til lýðræðis, sem sérstak-
lega einkennir okkar öld, sókn alþýðunnar, verkamannastétt-
arinnar og fjölmargra bændastétta heims, til lýðræðis al-
þýðunnar í stjórnmálum og atvinnulífi, til sósíalismans. Með
stjórnarbyltingunni í garnla rússneska keisaradæminu 1917
er skapað hið klassíska form alþýðubyltingar, og sá atburð-
ur mun vafalaust verða álitinn skapa aldahvörf og þau meiri
en franska byltingin á sínum tíma. Með þeirri byltingu er
skapað róttækasta lýðræði, sem mannkynssagan getur um:
vald verkamanna og bænda í stjórnmála- og atvinnulífinu.
En Jró að inntak Jressa lýðræðis aljrýðustéttanna sé Jrar með
í fyrsta skipti gert að raunveruleika, þá leiðir ekki Jrar af,
að formið fyrir valdatöku aljrýðunnar eða myndin, sem lýð-
ræði hennar tekur á sig, verði með sama móti í öðrum lönd-
um eins og í Rússlandi, fremur en borgarastéttin brauzt til