Réttur


Réttur - 01.01.1946, Síða 27

Réttur - 01.01.1946, Síða 27
RÉTTUR 27 aður og að nokkru þegar upprættur. Harðvítugustu ein- ræðisöfl heimsins eru þar nreð brotin á bak aftur, einmitt sú harðstjórn, senr veitti auðmannastéttum smærri ríkja kjark — og vopn — til að traðka á lýðréttindum fólksins og afnema lýðræðið alveg, er þeim bauð svo við að horfa. — Með þessunr heinrssögulega ósigri einræðisins og stórminnk- uðunr völdunr og áhrifum peningaaðalsins í heiminum, hef- ur gerbreytzt afstaða alþýðunnar í hinum ýmsu löndunr til þess að geta franrkvæmt lýðræði, án þess að eiga uppreisn peningaaðals eða afskipti erlendra auðnranna yfir lröfði sér, eins og t. d. Spánverjar urðu að þola 1936. Friðsanrleg franr- kvæmd lýðræðis alþýðunnar, sósíalismans, — sem reyndist lrvað eftir annað lrörmuleg tálvon eða sjálfsblekking á tíma- bilinu 1917—39, — er nú raunhæfur möguleiki, senr alþýða landanna hlýtur að einbeita kröftum sínum að í fullu trausti þess, að yfirlýsingin unr, að hver þjóð skuli sjálf ráða stjórn- arfari sínu, eigi sér nú hina sterkustu stoð í veruleikanum, sakir hinna breyttu valdahlutfalla í heiminum. 2) Ráðstjórnarríkin, senr á tímabilinu 1917—39 voru ein- angruð og ofsótt, eru nú annað af tveinr sterkustu stórveldum heimsins — og eru áhrif þeirra í alþjóðamálum nú nokkur trygging jress, að ekki sé lrægt að líta á sósíalisnrann, er nýjar þjóðir tækju að franrkvæma hann, senr eitthvert bannfært fyrirbæri á alþjóðavettvangi, sem peningaaðall stórveldanna lrefði eins konar „rétt“ til að skipta sér af. 3) Allmargar þjóðir, sem áður voru undirokaðar af góss- eigendunr og auðmönnum, hafa nu komið á lýðræði bæði í stjórnarfari og atvinnulífi sínu. Má þar nefna: Pólland, Tékkóslóvakíu, Júgóslavíu, Búlgaríu, — og í sömu átt stefnir í Frakklandi og Ítalíu, þrátt fyrir tilraunir peningaaðalsins í þessunr löndum, til þess að lrindra fullan sigur lýðræðisins. 4) Þjóðir, senr undirokaðar hafa verið af ensku og hol- lenzku auðvaldi, rísa nú upp, allt frá Egiptalandi til Java. Þjóðfrelsishreyfing þessara þjóða, sem telja meirihluta nrann- kynsins, þegar Indverjar og Kínverjar eru taldir með, veikir

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.