Réttur - 01.01.1946, Side 28
28
RÉTTUR
nú ofurvald engilsaxneska peningaaðalsins á heimsmæli-
kvarða, — en lýðfrelsisbaráttu mannkynsins bætast með
þessum þjóðum voldug og sterk öfl.
5) Verkalýðsfélög veraldarinnar hafa sameinazt í eitt vold-
ugt alþjóðasamband verkalýðsins, sem telur milli 60 og 70
milljónir meðlima. Með þessu eru verkalýðssamtök heimsins
orðin eitt sterkasta aflið á alþjóðamælikvarða. í stað klofinna
verkalýðssamtaka forstríðsáranna, sem gátu ekki einu sinni
hjálpað lýðræðislegri ríkisstjórn Spánar gegn flutningabanni
auðvaldsins, er nú komin einhuga verkalýðshreyfing, sem
þegar hefur sett bann á Spán fasismans.
Breyttar aðstæður heimta breytta bardagaaðferð. Aðstæð-
ur tímabilsins 1917—39 eru að hverfa og með þeim ástæðurn-
ar til klofningsinsísósíalistískuverkalýðshreyfingunni, kjarn-
anum í lýðræðishreyfingu 20. aldarinnar. Hið eðlilega pólit-
íska skipulagsform sósíalismans á tímabilinu eftir 1945 er
einn fjöldaflokkur allra þeirra, sem berjast fyrir sósíalism-
anum, fyrir völdum alþýðunnar í stjórnarfari sem atvinnu-
lífi og gegn yfirráðum þeim, sem peningavaldinu tekst enn
að halda í ýmsum löndum heims. Slíkur flokkur getur ein-
beitt sér á framkvæmd hins sósíalistíska lýðræðis eftir leið-
um þingræðis eða öðrum þeim löglegum leiðum, sem við
eiga í hverju landi, sem lýðréttindi veitir, í trausti þess, að
sakir valds og áhrifa sósíalismans og lýðfrelsishreyfingarinn-
ar í heiminum, fái hann óáreittur að framkvæma stefnu sína
strax og hann hefur unnið meirihluta þjóðarinnar til fylgis
við hana.* En auðvitað mega lýðræðissinnar heims þrátt
fyrir þessa gífurlega auknu möguleika friðsamlegrar þróun-
ar, ekki sofna á verðinum gagnvart þeim afturhaldsöflum,
sem enn dreymir um að leiða yfir mannkynið alræði pen-
* En þótt slíkur sameiningarflokkur sósíalista sé mjög æskilegur, þá er fram-
kvæmd sósíalismans einnig hugsanleg af fleiri flokkum, er hefffu nána sam-
vinnu um baráttuna fyrir algerum sigri lýðræffisins á hverju sviði þjóðlífs-
ins af öðru, t. d. þjóðnýtingu bankanna í þetta sinn, námanna í annað sinn
o. s. frv.