Réttur


Réttur - 01.01.1946, Page 31

Réttur - 01.01.1946, Page 31
RÉTTUR 31 sinni fyrr, vegna þess að tækni nútímans gefur fjöldanum, verkamönnum, bændum, menntamönnum og millistéttum, betri aðstöðu til að framkvæma hugsjón lýðræðisins: frelsi, jafnrétti og bræðralag, betri aðstöðu til að tryggja mönnum jafnrétti við að leita lífshamingju, meiri efnahagslega mögu- leika til að finna hana en mannkynið hefur nokkru sinni fyrr haft. í sókninni gegn peningafurstum nútímans mun verkamannastéttin og böm hennar erfa hugsjónir og kjark allra þeirra, sem háð hafa áður þessa baráttu gegn öðrum furstum og einvaldi. Formið fyrir sigrum og framkvæmd lýðræðisins á sviði stjórnmála og atvinnulífs mun verða næstum því jafnólíkt og þjóðirnar, sem sigrana vinna. Það mun sigra í mörgum áföngum, á þessu sviði í þetta skipti, á öðru sviði næst. í framkvæmd mun það rnótast af sögu, hugsunarhætti og þroska þeirrar þjóðar, er í livert sinn fram- kvæmir það. Og lýðræðið mun verða rægt og afflutt af fjand- mönnum þess nú sem fyrr. Formælendur þess munu verða kallaðir rússneskir erindrekar einn daginn, ef til vill þýzkir, enskir eða amerískir skönnnu síðar, en slíkt getur engan þann blekkt, sem gerir sér einhverja grein fyrir sögunni af þróun og baráttu lýðræðisins í heiminum fram til þessa. ísland Fyrir oss íslendinga er þjóðfrelsis vors vegna meiri nauð- syn á því en með ýmsum öðrum þjóðum að framkvæma lýðræðið til fulls, og ennfrenmr ættu að vera ýmsir mögu- leikar á því að framkvæma lýðræðið betur og fullkomnar en hjá mörgum öðrum þjóðum, ef vér erum menn til þess að hagnýta oss alla þá möguleika. Eg skal hér nefna nokkur atriði. í fyrsta lagi lýðvaldið sjálft. í eins litlu þjóðfélagi og voru er raunverulega hægara að framfylgja virkilegu lýðvaldi en hjá milljónaþjóðunum. — Þegar t. d. 100.000 kjósendur eða fleiri kjósa einn fulltrúa

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.