Réttur


Réttur - 01.01.1946, Side 38

Réttur - 01.01.1946, Side 38
38 RÉTTUR í Englandi og Frakklandi varð til þess að þýzka peninga- aðlinum tókst að leiða þær hörmungar yfir heiminn, sem hann nú stynur undir. Það er heilög skylda alþýðunnar í hverju landi að vera á verði gegn því að t. d. amerísku auðfurstarnir í samvizku- lausri drottnunargirni sinni geti leitt áþján harðstjórnarinn- ar yfir þjóðirnar á ný, eftir að tekizt hefur að brjóta á bak aftur hina ægilegu barðstjórn þýzku auðfurstanna. Sósíalistaflokkurinn hefur ástæðu til þess nú eftir sigur lýðræðisaflanna í heiminum yfir fasistaríkjunum og auknum raunhæfum áhrifum lýðfrelsisins í heiminum þar með, að undirstrika enn frekar vilja alþýðunnar sem hann er fulltrúi fyrir til þess að hlíta í báráttunni um völdin í þjóðfélaginu leikreglum hins borgaralega lýðræðis, í trausti þess að mót- aðilar hennar geri hið sama. Og þessa viljayfirlýsingu sína ítrekar flokkurinn án þess að gera minnstu tilraun til þess að blekkja alþýðuna um hve mjög þessar leikreglur séu auð- mannastéttinni í vik* Alþýða Islands hefur eins og alþýða annarra landa háð sókn lýðræðisins á undanförnum öldum við margfalt erfiðari skilyrði en þau, sem hið borgaralega lýðræði skapar henni. Alþýðan hefur alltaf Jrjáðst mest, Jregar ofbeldinu liefur verið beitt í þjóðfélaginu. Aljrýða íslands hefur orðið að búa við skipulegt ofbeldi og áþján öldum saman, eftir að valda- streita og ofbeldisaðgerðir höfðingjanna höfðu eyðilagt Jrjóð- * Greinilegast kemur það í ljós í því, sem einna mesta þýðingu liefur í kosningum: blaðakosti stéttanna. Auðmannastéttin gerir t. d. í krafti vald9 síns yfir verzluninni og þar með auglýsingunum Morgunblaðið að gróðafyrir- tæki, þannig að hún slær tvær flugur í einu höggi: prangar í senn skoðunum sínum og vörum inn á fólkið. Hún græðir atkvæði á grundvelli þeirrar hálfgerðu skoðanaeinokunar, sem hún þannig nær. Atkvæðamagn sitt notar hún til þess að viðhalda verzlunareinokuii sinni. Og verzlunareinokunin gefur henni áfram valdið yfir auglýsingunum — og gróðann. Þannig gerir auðmannastéttin prent- frelsið að svikamyllu fyrir sig. En á sama tíma verður alþýðan með miklum fórnum að halda uppi blaðakosti sínum, — hagnýting hins dýrmæta prent- frelsis þýðir fyrir har.a daglega baráttu og fórnir.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.