Réttur - 01.01.1946, Síða 43
R ÉTTUR
43
Það má segja, að í þessu frumvarpi hafi verið ráðandi þau
tvö aðalsjónarmið, sem eiga að vera grundvöllur heilbrigðr-
ar bankastarfsemi, að sjá atvinnuvegunum fyrir ríflegu og
ódýru lánsfé í samræmi við stefnu stjórnarvaldanna í at-
vinnumálum, en tryggja þó um leið, að ekki geti af því hlot-
izt aukin hætta á verðbólgu, eða aðrar óheppilegar afleið-
ingar.
Hinar háu lánsupphæðir og lágu vextir miðuðu ekki hvað
sízt að því, að gera öðrum en stóreignamönnum og öðrum
landshlutum en Reykjavík kleift að eignast hin nýju fram-
leiðslutæki. Hingað til liefur þróunin verið sú, að það hefur
verið háð tilviljunum og geðþótta þeirra, er yfir fjármagninu
ráða, einum, hvar atvinnutæki hafa verið sett niður á þessu
landi. Mörg pláss og jafnvel lieilir landshlutar hafa af þess-
um ástæðum orðið útundan, atvinnutækin hafa jafnvel verið
flutt í burtu og allt lagzt í kalda kol. Með því að tryggja jafn
rnikil og ódýr lán var að því miðað, að skapa þeim landshlut-
um, sem minna hafa fjármagnið aðstöðu til að fá sinn iiluta
af sínum nýju framleiðslutækjum, og einnig þeim einstak-
lingum, sem eiga dugnað, atorku og framtakssemi, en skortir
nægilegt eigið fé.
Þetta frumvarp Nýbyggingarráðs var í fyrra sumar sent
ýmsum aðiljum til umsagnar, þar á meðal voru bankarnir,
Landssamband íslenzkra útvegsmanna, Farmanna- og fiski-
mannasambandi íslands, bæjar- og sveitarstjórnir um land
allt. Hvaðanæfa að bárust ráðinu síðan hin lofsamlegustu
ummæli um frumvarpið ásamt ýmsum athugasemdum og til-
lögum til endurbóta. Ýmsar þeirra voru síðan teknar til
greina við endursamningu frumvarpsins. Frá einum aðilja
voru þó móttökurnar allt annað en vinsamlegar, en það var
Landsbanki íslands. Taldi hann frumvarpinu allt til foráttu,
og kvað það brjóta í bága við „meginreglur heilbrigðrar
fjármálastefnu" og þar frarn eftir götunum. Deilur þær, er
síðan fóru franr á milli Nýbyggingarráðs og Landsbankans
hafa að vonum vakið mikla athygli. Þeim, sem vilja kynna