Réttur


Réttur - 01.01.1946, Síða 45

Réttur - 01.01.1946, Síða 45
RÉTTUR 45 til þess, að samkomulag náðist ekki um það innan ríkisstjórn- arinnar, og málið dróst á langinn von úr viti. Að lokurn lagði atvinnunrálaráðherra frumvarpið fyrir þingið í desember- mánuði síðastliðnum. Eftir mikið þóf enn fékkst Landsbank- inn til að sætta sig við frumvarpið með þeirri breytingu, að framkvæmd laganna væri falin sérstakri deild við Lands- bankann sjálfan í stað Fiskveiðasjóðs, og með þeini breyt- ingu var frumvarpið afgreitt frá Alþingi sem lög. Má því segja, að með samþykkt þessara laga hafi mikill sigur unnizt fyrir þau sjónarmið á starfsemi þjóðbankans, sem iiér hafa verið sett fram, þar sem öll grundvallaratriði frumvarpsins voru óbreytt. Á hinn bóginn var framkvæmd laganna teflt í nokkra tvísýnu með því að fela framkvæmd þeirra þeirn að- ilja, sem mest hafði beitt sér gegn þjeim. Þingmenn Sósíalista- flokksins börðust gegn þessari breytingu, og bentu á þá hættu, sem af henni gæti hlotizt. Þess má jafnframt geta, að þingnefnd sú, sem mest fjallaði um málið, sjávarútvegsnefnd neðri deildar, var á einu máli um það, að heppilegra hefði verið að fylgja í öllu hinu upp- runalega frumvarpi, enda þótt enginn nefndarmanna, að fulltrúa sósíalista undanteknum, treystist til að mæla með slíkri afgreiðslu frumvarpsins gegn andstöðu Landsbankans. Með afgreiðslu þessara laga verður Jrví að segja, að hvað stofnlán sjávarútvegsins snertir hafi Jrað sjónarmið nú sigrað, að bankastarfsemin skuli miða að Jrví að útvega nægt og ódýrt lánsfé, án Jress að hætta sé á, að af Jreinr ráðstöfunum geti leitt aukna verðbólgu. Stofnlán landbúnaðarins Fyrir síðasta Aljúngi lágu tvö frumvörp, sem fjölluðu m. a. um stofnlán landbúnaðarins. Voru Jrað frumvörpin um landnám, nýbyggðir og endurbyggingar í sveitum og frum- varp um Ræktunarsjóð íslands. Frumvörp Jressi voru samin af Nýbyggingarráði, en hið fyrra Jreirra var í aðalatriðum

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.