Réttur - 01.01.1946, Page 56
56
RÉTTUR
Þetta verður nú að breytast. Bankastarfsemin verður að
vera einn liður í nýsköpunarstarfsemi þjóðarinnar, og tryggja
hina fjárhagslegu lilið hennar. Inn á þá braut hefur þegar að
nokkru verið farið, hvað stofnlán til sjávarútvegsins, og að
nokkru leyti til landbúnaðarins snertir. En það verður að
halda áfram á þeirri braut, og enn vantar algerlega allar að-
gerðir til að tryggja nægilegt og ódýrt lánsfé til bygginga-
starfsemi. Jafnframt verður að sjá til þess að þessi lánastarf-
semi leiði ekki af sér aukna verðbólgu í landinu eða hafi
aðrar óheppilegar afleiðingar. Verður það bezt gert með alls-
iierjar skipulagningu allra framkvæmda í landinu, og jafn-
hliða með auknum sköttum á gróðamönnum og aukinni sölu
skuldabréfa.
Sósíalistaflokkurinn hefur ótrauður barizt fyrir þeim end-
urbótum á bankastarfseminni, sem þegar hafa átt sér stað,
enda átt að þeim frumkvæðið. Hann mun lialda áfram á
þeirri braut, þar til því marki er náð, að starfsemi bankanna
miði að því að sjá atvinnuvegum og öðrum framkvæmdum
þjóðarinnar fyrir nægu og ódýru lánsfé í samræmi við stefnu
stjórnarvaldanna í þeim málum.