Réttur


Réttur - 01.01.1946, Side 57

Réttur - 01.01.1946, Side 57
PALME DUTT: VIÐHORFIÐ í ALÞIÓÐAMÁLUM Flugufregnum er ötullega dreift út um nýja heimsstyrj- öld, þá þriðju í röðinni. Það er nauðsynlegt að meta og vega á hlutlægan og raunsæan liátt ásigkomulag heimsins í dag og öfl þau, sem óvitandi eða vitandi vits stefna að þriðja heimsstríðinu; og nauðsynlegt er að gera sér ljóst hvernig hægt sé að afstýra nýju veraldarbáli. Orðtakinu „heimsstríð- ið þriðja“ var fyrst beitt af nazistum í lok síðustu styrjaldar; og fylgifiskum nazismans og fasismans: Breiðfylking Francos, áhangendum Anders liins pólska, júgóslavneskum konungs- sinnum og öðrum gjaldþrota afturhaldsseggjum um alla Ev- rópu. Og þeir íliuga kappsamlega hina „óhjákvæmilegu“ styrjöld, er verða muni milli Engiands-Ameríku og Sovét- ríkjanna, þeir ætla og vona að þá muni gagnbylting hefjast og endurreisn hins úrelta skipulags. Ræða Churchills í Fulton, fjöldi ummæla í amerískum blöðurn og brezkum og vissir þættir utanríkismála hafa gefið heilabrotum þess- um aukinn byr. Nornagaldur En þrátt fy-rir þennan nornagaldur hnignandi og úrætt- aðra jrjóðfélagsafla ættum vér ekki að meta mátt Jreirra um of, né íyllast ótta og ráðaleysi, þótt Jrví sé á lofti lialclið að þriðja styrjöldin verði ekki umflúin. Þessir stríðsbrallarar gleyma því, að til þess að heyja ófrið, þarf heri og vopna- búnað, og að verkamennirnir brezku muni lítt ginkeyptir fyrir ráðabruggi þeirra um stríð gegn Sovétríkjunum. Að unnurn sigri á fasismanum eru lýðræðisöfl lieimsins meira en nógu sterk til þess að afstýra nýrri heimsstyrjöld, en að-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.