Réttur


Réttur - 01.01.1946, Síða 59

Réttur - 01.01.1946, Síða 59
RÉTTUR 59 baráttu sína og langa reynslu færst svo í aukana að loka- markinu verði náð — afnámi auðvaldsskipulagsins og heims- valdastefnunnar, en það eitt getur upprætt orsakir styrjalda. Milli styrjaldanna Fyrir 1914 reyndi Alþjóðasambandið gamla að fylkja verkalýðnum saman til þess að hindra að fyrsta lieimsstyrj- öldin brytist út. Skýrast og ákveðnast birtist vilji þess í Basel- ávarpinu frá 1912, þar sem lýst er í einstökum atriðum eðli yfirvofandi ófriðar og byltingum þeim, sem af honum myndu leiða. En enn áttu ekki verkalýðssamtökin nægan styrk, nægilega eindrægni og nógu öfluga forustu til þess að korna í veg fyrir styrjöldina. En svo miklar byltingar spruttu fram úr ófriði þessum, að þegar önnur heimsstyrj- öldin nálgaðist, voru aðstæður allar aðrar en áður. Það er almannamál og alls staðar viðurkennt, að eigi hefði verið torvelt að afstýra þeirri styrjöld. Ef stefna Sovétríkjanna, verkalýðsins og lýðræðisaflanna í Vesturevrópu um friðar- fylkingu og bandalag Vesturveldanna og Sovétríkjanna hefði orðið að veruleika, hefði önnur heimsstyrjöldin aldrei þurft að eiga sér stað. Ósigur þeirrar stefnu er sök Múnchen-mann- anna og aðstoðarmanna þeirra hinna vestrænu sósíaldemó- krata, sem börðust gegn alþýðufylkingu og einingu verka- lýðsstéttarinnar. Nýtt jaínvægi Enn hafa styrkleikahlutföllin breytzt á vorum dögum. Ósigur fasismans, aukinn máttur og áhrif Sovétríkjanna urn heim allan, vaxandi þróttur verkalýðsins, samtaka hans og einingar, lýðræðisstjórnirnar nýju í Evrópu, sókn nýlendu- þjóðanna til sjálfstæðis, samtök hinna sameinuðu þjóða — allt sýnir þetta á einhvern hátt hið nýja jafnvægi. Þannig

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.