Réttur


Réttur - 01.01.1946, Síða 63

Réttur - 01.01.1946, Síða 63
IIÉ T T U R 63 geigvænlegu villur í utanríkisstefnu ráðastéttarinnar brezku á árunurn rnilli styrjaldanna, þá er ginið var við agni bolse- víkahatursins, þær villur játuðu ekki aðeins gagnrýnendur, heldur og opinberir fulltrúar drottnandi stéttar. í janúar- mánuði 1943 mælti R. K. Law aðstoðarutanríkisráðherra í þingræðu: „í árin tuttugu milli styrjaldanna léku Þjóðverjar á strengi bolsevíkahræðslunnar. Það var ástæðan til þess að þeim hélzt svo lengi uppi að fremja morð og önnur hryðju- verk.“ Og í blaðinu „Times“ er komizt svo að orði í forystugrein í ágúst 1943: „Oftlega er sagt að ein af höfuðstoðum Hitlers hafi það verið að hernaðarandinn þýzki skyldi lifa af ófarirnar 1918. En liins er sjaldnar minnzt að vegna þess að Bandamenn vildu ekki láta sér lynda byltingu í Þýzkalandi veturinn 1918—19 samþykktu þeir óvitandi að hernaðarstefnan skyldi vera áfram við lýði, og að það var bolsevíkagrýlan, hinn læ- víslegi áróður, sem rak þá til þeirrar afstöðu". En Adam var ekki lengi í Paradís. Á meðan vitfirrt óp Hitlers um þann greypilega voða sem menningunni og friðnum stafi frá kommúnistaflokkum allra landa hljóma enn í eyrum vorum, á meðan jörðin er enn vætt blóði fórnardýranna, en aðeins níu mánuðir liðnir frá styrjaldar- lokum, hafa sigurvegararnir sveipað urn sig skikkju Göbbels, og vér heyrum Churchill lýsa því yfir að „Kommúnistaflokk- arnir séu vaxandi liætta og ógnun við siðmenningú kristinna manna“, eða Bevin tilkynna það Hinum sameinuðu þjóð- um að „hættan fyrir heimsfriðinn" stafi frá „flokkum komm- únista í öllum löndum". Sagan hefur sýnt það bezt hvert hann liggur vegurinn sá.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.