Réttur


Réttur - 01.01.1946, Side 65

Réttur - 01.01.1946, Side 65
RÉTTUR 65 „Það er sérkenni stórveldastríðsins nýja, að enn er það ekki orðið allsherjarstríð, lieimsstyrjöld. Stríðið er háð a£ árásarríkjum, sem skerða á allan hátt hagsmuni hinna frið- sömu ríkja, og Englands, Frakklands og Bandaríkjanna öðr- um fremur, en þau láta sífellt undan og liopa á hæli, gefa hverja ívilnanina á fætur annarri. Hverjar eru orsakir þessa einhliða og sérkennilega eðlis heimsvaldastríðsins nýja?“ Þeirri spurningu svaraði Stalín með því að útskýra „hlut- leysisstefnuna" svonefndu: „f hlutleysisstefnunni kemur fram áköf ósk um að verða ekki árásarríkjunum til tafar í myrkraverkum þeirra, til dæmis að aftra ekki Japan frá því að fara í stríð við Kína og enn síður við Ráðstjórnarríkin; að meina ekki Þýzka- landi að flækja sig í neti Evrópumálanna og fara í stríð við Ráðstjórnarríkin; að láta alla stríðsaðila sökkva dýpra og dýpra í kviksyndi ófriðarins, egna þá frá tjaldabaki til að veikja og skaða hvorn annan; og koma loks óþreyttur frarn á sviðið, þegar þau eru örmagna orðin, og skakka leikinn, auðvitað í nafni friðarins, og ráða sjálfur friðarkostum." Loks mælti hann hina frægu aðvörun sína — „hinn mikli og válegi stjóinmálaleikur, sem fylgismenn hlutleysisstefn- unnar leika, getur endað með alvarlegum hrakföllum fyrir þá.“ Það er rétt að minnast þessarar skýringar nú á dögum, þá er áþekk viðleitni birtist að nýju að breyttum aðstæðum, því að hún varpar skýru ljósi á hlutverk verstu afturhalds- seggjanna meðal heimsvaldasinnanna vestrænu í öðru heims- stríðinu og á vorum tímum. Vestræn stórveldastefna og andfasismi Þegar valdamenn Bretlands sáu hrakfarir þær framundan, sem Stalín hafði sagt fyrir, þegar meginland Evrópu var komið á vald Hitlers, en England í bráðri hættu statt, tóku þeir stefnu þá, sem þeir höfðu áður hafnað og gerðu banda-' 5

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.