Réttur


Réttur - 01.01.1946, Síða 66

Réttur - 01.01.1946, Síða 66
66 RÉTTUR lag við Ráðstjórnarríkin, það bandalag, sem olli straum- livörfum í stríðinu og var meginorsökin að endanlegum ósigri Hitlers. Churchill á heiðurinn af þessari söguríku ákvörðun, er var í fyllsta samræmi við hagsmuni hinnar brezku þjóðar. En þar með var ekki sagt, að Churchill eða yfirstéttin brezka hefðu breytt afstöðu sinni til Ráðstjórnar- ríkjanna og kommúnismans, enda gerði Churchill það lýð- um ljóst, eða að þeir berðust með þeim sama andfasíska hug og alþýða manna bar í brjósti. Tvenn markmiö Heimsvaldasinnarnir brezku kepptu að tvennum mark- miðum í styrjöldinni. í opinberum yfirlýsingum voru þau lauslega hulin, en voru augljós öllum engu að síður, meðal annars af hernaðinum sjálfum og stjórnmálaráðstefnum Breta og Bandaríkjamanna. Annars vegar reyndu hinir vest- rænu heimsvaldasinnar að tryggja ósigur Hitlers í ófriðn- um, í bandalagi við Ráðstjórnarríkin. Hins vegar reyndu þeir að sjá um, að hrun nazismans yrði ekki til þess að efla kommúnismann og Ráðstjórnarríkin, né leiddi til andfas- ískrar lýðbyltingu í Evrópu og stofnaði þannig í hættu hinu gamla þjóðskipulagi. Þeir gerðu ráð fyrir því, að þungi stríðsins myndi ekki einungis mola Hitler, heldur og eyði- leggja Ráðstjórnarríkin á sama hátt eða veikja þau stórkost- lega mikið, og að engilsaxnesku heimsveldin myndu að lok- umi verða fremst sigurvegaranna og ráða síðan Evrópu óg öllum heiminum. Flasmáll ráðherra Þessa tvöföldu herstjórnarlist hinna vestrænu heimsvalda- sinna í styrjöldinni er mjog mikil.vægt að skýra og muna nú á dögum,.þegar staðreyndir allar eru betur kunnar, Vegna

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.