Réttur - 01.01.1946, Qupperneq 70
70
RÉTTUR
Rctðagerðir í Quibec
Hin sama tvíþætta pólitík kom fram í hinum stjórnmála-
lega rekstri styrjaldarinnar. Brezk-amerísku milliríkjafund-
irnir voru haldnir út af fyrir sig, án sambands við þrívelda-
fundina, og er á stríðið leið var augljóst, að þeir snerust meir
og meir um það vandamál að viðhalda gamla skipulaginu í
Evrópu að stríði loknu, eftir að fasisminn hefði verið sigr-
aður. Það varpar kaldranalegu ljósi á njósnarmálin í Kan-
ada, að þau vöktu fyrst og fremst ótta um það, að hinar
leynilegu ráðagerðir Roosevelts og Churchills í Quibec 1943
og ’44 kynnu að hafa borizt Stalín til eyrna:
„Áhyggjur manna út af uppljóstunum kanadíska njósnar-
málsins snúast í dag um það, að þær leiða í ljós möguleika
á því, að nákvæmar fregnir af hinurn leynilegu viðræðum
Churchills og Roosevelts á Quibec-ráðstefnunni hafi verið
símaðar til Moskvu vegna óþéttleikans í Ottawa.
Embættismönnum bregður í brún, er þeir minnast þess,
að á Quibec-fundinum voru meðal annars til umræðu kröf-
ur Stalíns marskálks um aðrar vígstöðvar.
Síðari fundurinn 1944 fjallaði um það, hvernig hægt væri
að tryggja lýðræði í skilningi vesturveldanna í hinni frels-
uðu Evrópu eftir stríð.
Daily Telegraph, 6. marz 1946.“
Menn munu minnast þess, að það var á síðari Quibec-
fundinum, eins og Churchill skýrði frá síðar, að ákvörðun
var tekin urn að skerast í leikinn í Grikklandi, þegar Þjóð-
verjar væru farnir þaðan, til þess að brjóta Þjóðfrelsishreyf-
inguna á bak aftur.
Krímfundurinn og þróunin síðan
Þegar á stríðið leið og öllurn var ljós máttur Ráðstjórnar-
ríkjanna, þótti sýnt, að breyta yrði um pólitík, að hinar upp-
haflegu hugmyndir um, að Ráðstjórnarríkin myndu verða