Réttur


Réttur - 01.01.1946, Side 73

Réttur - 01.01.1946, Side 73
RÉTTUR 73 henni fylgdi ný allsherjar áróðursherferð gegn Sovétríkjun- um. Observer sagði 12. ágúst 1945: „Ánægjuleg er sú yfirlýsing, að Bretland og Bandaríkin ætli ekki að gera uppskátt leyndarmálið um kjarnorku- sprengjuna fyrr en fundin hafa verið ráð til að hafa hemil á henni. En hún táknar mikla breytingu á valdaaðstöðunni í heiminum . . . Hún tengir Bretland og Bandaríkin nánari böndum en nokkru sinni fyrr . . . Hún breytir kraftahlut- föllunum milli hinna Þriggja stóru . . . Einokun kjarnorku- sprengjunnar gerir brezk-ameríska valdayfirburði að stað- reynd eins og sakir standa.“ Þannig var hið áfenga vín herfræðilegra draumóra, sem vakti af nýju draumana um brezk-amerísk heimsyfirráð og leiddi til hins versnandi samkomulags í alþjóðamálum, sem vér nú erum vitni að. Það var ekki fyrr en Rússlandsníðið, sem hafið var á Vestuilöndum sumarið 1945, var kornið í algleyming, að Ráðstjórnarríkin hurfu frá þeirri stefnu að þegja á opinberum vettvangi um aðgerðir bandamanna sinna í vestri og tók að svara opinberlega fyrir hönd hinna lýðræðissinnuðu, andfasísku afla í heiminum. Erfðaskrá Göbbels í þessu sambandi er vert að minnast síðustu ræðnanna, sem Göbbels flutti, fyrir aðeins einu ári, þegar nazisminn var kominn að hruni. Göbbels lýsti því, hvernig Evrópu og Þýzkalandi yrði skipt í brezk-amerísk og rússnesk valda- svæði. Hann brá upp mynd af því, hvernig Austur-Evrópa yrði skipulögð af Ráðstjórnarríkjunum bak við „járntjald“. (Það er athyglisvert, að það var Göbbels, sem fyrstur kom með þetta hugtak, „Járntjald“, sem allir afturhaldsmenn á Vesturlöndum, þar á meðal Churchill, þrástagast nú á). Hann lýsti því í spádómi sínum, hvernig þetta myndi leiða til óhjákvæmilegra árekstra milli engilsaxnesku stórveldanna og Ráðstjórnarríkjanna og hrynda af stað þriðju heimsstyrj-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.