Réttur


Réttur - 01.01.1947, Blaðsíða 2

Réttur - 01.01.1947, Blaðsíða 2
2 RÉTTUh kvæmdir, sem ekki eru bundnar í öðrum lögum en fjárlögum, ef henni býður svo við að 'horfa, „vegna at- vinnuástandsins í landinu, eða fjárhags ríkisins" — eins og það er orðað. Á fjárlagafrumvarpinu er ekki séð fyrir fé til að framkvæma svo, að gagni megi koma, lögin um aðstoð við byggingu íbúðarhúsa og er því sýnilegt, að þeim er fyrst og fremst ætlað að vera pappírsgagn, og er það í samræmi við þá stöðvun á byggingum, sem stjórnin hef- ur þegar framkvæmt. En stimpil sinn og afturhaldsstefnu sinnar hefur rík- isstjórnin sett á fjárlögin með því að áætla 35 millj. kr. (sem raunar mun reynast alltof lág upphæð) til að greiða niður vísitöluna og afla þess f jár með gífurlegum tollahækkunum á nauðsynjavörum almennings. 1 þessu felst heil stefnuskrá, sem gefur miklu meiri upplýs- ingar um hina raunverulegu stefnu ríkisstjórnarinnar en hinn svokallaði málefnasamningur hennar. Mun ég víkja nánar að því síðar. TÍMABIL AFTURHALDSINS Árið 1944, þegar fráfarandi ríkisstjórn tók við, varð hin mesta stefnubreyting í íslenzkum stjórnmálum, sem orðið hefur um áratugi. Stefna undanfarandi áratuga einkenndist í stórum dráttum af eftirfarandi: Gjaldeyririnn hafði verið tekinn af útgerðinni og „þjóðnýttur“ til ágóða fyrir heildsalana. Þjóðnýttur er raunar fullkomið öfugmæli, heildsalanýttur er rétta orðið. Sjávarútvegurinn dróst saman, fjármagnið streymdi úr útgerðinni í verzlunina. Það var kyrrstaða í tækniþróuninni. Atvinnuleysi í stórum stíl var orðið „króniskur" sjúkdómur í þjóðlífinu. Ráðið gegn atvinnu- leysi og erfiðleikum þeirra atvinnugreina, er framleiddu þau verðmæti, sem líf þjóðarinnar byggist á, var að-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.