Réttur - 01.01.1947, Qupperneq 2
2
RÉTTUh
kvæmdir, sem ekki eru bundnar í öðrum lögum en
fjárlögum, ef henni býður svo við að 'horfa, „vegna at-
vinnuástandsins í landinu, eða fjárhags ríkisins" —
eins og það er orðað.
Á fjárlagafrumvarpinu er ekki séð fyrir fé til að
framkvæma svo, að gagni megi koma, lögin um aðstoð
við byggingu íbúðarhúsa og er því sýnilegt, að þeim er
fyrst og fremst ætlað að vera pappírsgagn, og er það í
samræmi við þá stöðvun á byggingum, sem stjórnin hef-
ur þegar framkvæmt.
En stimpil sinn og afturhaldsstefnu sinnar hefur rík-
isstjórnin sett á fjárlögin með því að áætla 35 millj.
kr. (sem raunar mun reynast alltof lág upphæð) til að
greiða niður vísitöluna og afla þess f jár með gífurlegum
tollahækkunum á nauðsynjavörum almennings. 1 þessu
felst heil stefnuskrá, sem gefur miklu meiri upplýs-
ingar um hina raunverulegu stefnu ríkisstjórnarinnar
en hinn svokallaði málefnasamningur hennar. Mun ég
víkja nánar að því síðar.
TÍMABIL AFTURHALDSINS
Árið 1944, þegar fráfarandi ríkisstjórn tók við, varð
hin mesta stefnubreyting í íslenzkum stjórnmálum, sem
orðið hefur um áratugi. Stefna undanfarandi áratuga
einkenndist í stórum dráttum af eftirfarandi:
Gjaldeyririnn hafði verið tekinn af útgerðinni og
„þjóðnýttur“ til ágóða fyrir heildsalana. Þjóðnýttur
er raunar fullkomið öfugmæli, heildsalanýttur er rétta
orðið. Sjávarútvegurinn dróst saman, fjármagnið
streymdi úr útgerðinni í verzlunina. Það var kyrrstaða
í tækniþróuninni. Atvinnuleysi í stórum stíl var orðið
„króniskur" sjúkdómur í þjóðlífinu. Ráðið gegn atvinnu-
leysi og erfiðleikum þeirra atvinnugreina, er framleiddu
þau verðmæti, sem líf þjóðarinnar byggist á, var að-