Réttur - 01.01.1947, Page 8
8
RÉTT UR
Flokksstjórnirnar fengust ekki til að gefa neitt á-
kveðið svar.
Allir frambjóðendur voru krafðir afdráttarlauss svars
um það, hvort þeir vildu heita því að standa gegn því,
að nokkru erlendu 'herveldi yrðu veitt hernaðarleg fríð-
indi hér á landi. Allir þingmenn Sósíalistaflokksins og
nckkrir aðrir þingmenn gáfu strax afdráttarlaust svar,
að þeir myndu vísa öllum slíkum tilmælum erlendra her-
velda skilyrðislaust á bug. Aðrir reyndu að skjóta sér
undan með því að svara ekki eða gefa loðin svör. Sósíal-
istaflokkurinn skoraði á kjósendur að ljá engum fram-
bjóðenda atkvæði sitt, sem ekki svaraði skýrt og án
undandráttar. Þegar á leið kosningabaráttuna, varð
flokksstjórnum hinna grunuðu flokka það ljóst, að vilji
þjóðarinnar í þessu máli var svo eindreginn, að ekki var
hægt að komast hjá að taka afstöðu. Sjálfstæðisflokk-
urinn lýsti því yfir, að hann mundi undir engum kring-
umstæðum ljá máls á herstöðvum á friðartímum. Fram-
bjóðendurnir tóku nú hver í kapp við annan að færa
kjósendum heim sanninn um, að öllu væri óhætt, þeir
mundu standa örugglega á verði um landsréttindi ís-
lands. Allir nema einn, Jónas Jónsson frá Hriflu, voru
kosnir í trausti þess, að þeir mundu aldrei fallast á
neinn samning um hernaðarleg ítök á íslenzku landi.
Sömuleiðis kepptust frambjóðendur Sjálfstæðisflokks-
ins og Alþýðuflokksins við að lýsa afdráttarlausu fylgi
sínu og hollustu við nýsköpunina. Jafnvel Framsóknar-
menn höfðu nú endurfæðzt í trúnni á nýsköpunina. Svo
afdráttarlaus var vilji fólksins.
AÐVÖRUN SÖSÍALISTAFLOKKSINS
Sósíalistaflokkurinn varaði þjóðina við öllum þessum
fagurgala. Við útvarpsumræðurnar sagði ég: Það er
veruleg hætta á því, að horfið verði aftur að afturhalds-