Réttur - 01.01.1947, Síða 12
12
H É T T U R
Þá er ýtarleg áætlun um nýjar verksmiðjur og iðn-
fyrirtæki, einkum til hagnýtingar sjávarafurða, um hafn-
argerðir fyrir bátaútveginn, um raforku og stóriðju og
stórvirkar umbætur í landbúnaði. Ennfremur tillögur um
byggingarstofnun ríkisins og fyrirkomulag á bygging-
arframkvæmdum til þess að tryggja byggingu íbúðar-
húsa í miklu stærri stíl og ódýrara en verið hefur. Þá
eru tillögur um endurbætur á alþýðutryggingunum, um
byggingu skóla og sjúkráhúsa, um öryggi við vinnu,
um efnahagslegt jafnrétti til menntunar o. fl., um marg-
háttaðar ráðstafanir gegn dýrtíðinni.
Sósíalistaflokkurinn hefur nú lagt margar þessar
höfuðtillögur sínar fram í frumvarpsformi á Alþingi,
m. a. um fiskiðjuver, um byggingu íbúðarhúsa, um að-
stoð ríkisins við útvegun lánsf jár til bygginga, um ör-
yggi við vinnu, um 12 stunda hvíldartíma á togurum, um
endurbætur á alþýðutryggingarlögunum, um orlofsdval-
arheimili fyrir verkamenn og margt fleira- Gefst þing-
mönnum nú kostur á að taka afstöðu til þeirra, og er
nauðsynlegt, að almenningur fylgist vel með því.
Hinir flokkarnir fengust ekki til að ræða þessar til-
lögur alvarlega og tillögunum, sem þeir sjálfir lögðu
fram í nefndinni, var helzt að líkja við köngulóarvef.
Sérstaka athygli vakti það, hve tillögur Alþýðuflokks-
ins voru aumar, eftir öll stóru orðin undanfarið og þó
einkum fyrir kosningar. Fór þá ýmsa að gruna, að eitt-
hvað óhreint mundi undir búa, eins og líka kom á dag-
inn.
STEFÁNI JÓHANNI FALIN
STJÓRNARMYNDUN
Þegar 12 manna nefndin gafst upp, var Ólafi Thors
falið að gera tilraun til stjórnarmyndunar. Það gekk í
nokkuð löngu þófi, án þess að fullnægjandi árangur