Réttur


Réttur - 01.01.1947, Side 17

Réttur - 01.01.1947, Side 17
RÉTTUR 17 um Sósíalistaflokksins. Það tókst að tildra stjórn Stefáns Jóhanns saman gegn meira og minna ákveðinni andstöðu margra þingmanna í öllum stuðningsflokkum stjórnar- innar. Einu blöðin, sem fögnuðu stjórninni af alúð, voru Vísir, blað heildsalanna, Ófeigur, blað Jónasar frá Hriflu, og svo Alþýðublaðið. Stefnuskráin reyndist vera eitthvert ómerkilegasta plagg, sem nokkur stjórn hefur látið frá sér fara. Ekki vantaði glamrið og slagorðin um áfram- haldandi nýsköpun og framfarir, en varla nokkurt atriði, sem hægt var að festa hendur á. Þó var ákveðið að setja á stofn svokallað fjárhagsráð, er skyldi hafa með hönd- um ráðstöfun alls erlends gjaldeyris og hafa vald til að leyfa eða banna allar framkvæmdir í landinu, þar á meðal hvort menn mættu byggja sér hús eða ekki. Vald Lands- bankans skal hins vegar vera jafnóskorað og áður, og að- eins 15% af gjaldeyristekjum hvers árs skal varið til ný- sköpunar. Þetta ráð á aðeins að starfa meðan núverandi nýsköpunarframkvæmdir standa yfir. Af þessu má sjá, að ráðinu er ekki ætlað að örfa nýsköpun og atvinnulegar framkvæmdir á íslandi, heldur að hefta þær. 15% af gjaldeyrinum getur í hæsta lagi nægt til þess að halda áfram þeim framkvæmdum, sem þegar eru hafnar eða búið er að undirbúa af fráfarandi stjórn. Hinar miklu at- vinnulegu framkvæmdir, sem fráfarandi stjórn hleypti af stokkunum er ekki hægt að stöðva með öllu, en svo á líka að spyrna við fæti. Þetta var staðfest í umræðunum af hæstvirtum utan- ríkisráðherra, Bjarna Benediktssyni. Hann lét orð falla um það, að ekki mundi þurfa að bíða lengi þar til eftir- spurn eftir vinnuafli minnkaði, eða með öðrum orðum þar til atvinnuleysi riði í garð. Flokksblöð ráðherrans lýstu samtímis yfir því, að næsta verkefnið væri að reyna að komast að almennu samkomulagi um allsherjar launa- lækkun og lækkun á afurðaverði bænda. Svo það er sýni- 2

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.