Réttur


Réttur - 01.01.1947, Page 29

Réttur - 01.01.1947, Page 29
RÉTTUR 29 Tökum til dæmis bergmálsdýptarmælinn, er veitt gat vitneskju um hluti og fyrirstöðu neðansjávar. Það tæki flýtti mjög fyrir því, að kafbátaflota Vilhjálms keisara yrði tortímt og tryggði bandamönnum sigur. Þessari uppfinningu hafði lengi verið haldið leyndri, en var svo smám saman gerð kunn almenningi. En hún var ekki þess eðlis, að hún vekti slíkan áhuga og athygli hjá almenningi og t. d. afrek Leverriers eða Listers. Það var aðeins fáliðaður hópur sérmenntaðra manna, er skilið gat gerð og útbúnað þessa tækis. Ég endurtek því þá spurningu, er ég varpaði fram í upphafi. Hvernig er hægt að skýra það, sem fram fór í franska þinginu 19. des. 1946, er sex hundruð þing- menn og allir gestirnir á áheyrendapöllunum risu í senn úr sætum sínum til að hlýða á tilkynningu um fráfall Langevins og lofræðu um hann? Og 'hvernig er unnt að skýra líkfylgdina, þar sem hundruð sendisveita frá al- þýðunni úti á landsbyggðinni gengu um strætin í bruna- frosti? Og svo mikið fór fyrir þessu liði, að öll umferð í París stöðvaðist í nokkrar klukkustundir. Er franska þjóðin sýndi þessum látna manni virð- ingu sína, var hún ekki að heiðra nýtízku töframann, sem fundið hefur upp margslungnar stærðfræðireglur. Hún var ekki að heiðra þess konar galdrameistara, sem sérfræðingarnir hrósa með dulrænu og óskiljanlegu orðalagi. Frönskum almenningi var sagt, að Langevin væri mikill vísindamaður, og það hafði hann fyrir satt. En er franska þjóðin vottaði þessum fræga eðlisfræðingi virðingu sína, var hún að fagna tengslum vísindamanns- ins við alla alþýðu. Og það voru ekki eingöngu þessi tengsl eða eining, sem fagnað var, heldur og annað enn meira, sem sé það, að þetta tvennt sé óaðskiljanlegt og eklti sé hægt að hugsa sér það á annan veg. Langevin sjálfur hefur sagt frá því, er hann fann fyrst rækilega til þess, að hann var lýðveldissinni. Það

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.