Réttur


Réttur - 01.01.1947, Page 30

Réttur - 01.01.1947, Page 30
30 RÉTT UR var í stjórnmálakreppunni, er Boulanger hershöfðingi kom af stað. Georges Cogniot heitir einn af þingmönn- um kommúnista í París, mikilhæfur menntamaður. Hann sagði frá því við jarðarfararathöfnina, hvernig Paul Langevin hafði varpað sér út í baráttuna fyrir málstað Dreyfusar, er hann hafði nýlokið fullnaðarprófi í Ecole Normale Superieure. En sú orrahríð var háð fyrir rétt- læti og frelsi, þessum hornsteinum lýðræðisins. Langevin var einn þeirra fáu menntamanna fyrir 1914, er lét sjá sig á fundum, þar sem Jean Jaures hélt ræður. Eftir fyrri heimsstyrjöldina var þessi óþreytandi starfsmaður önnum kafinn við helztu uppgötvanir sín- ar. Þó gaf hann sér jafnfiamt tíma til þess að gegna forsetastörfum á fundum, sem haldnir voru til stuðn- ings sjóliðunum í franska Svartahafsflotanum eða til þess að krefjast þess, að Frakkland tæki upp stjórn- málasamband við hin ungu Ráðstjórnarríki. Síðar tók hann, ásamt þeim Romain Rolland og Henry Barbusse, þátt í alþjóðasamtökum gegn stríði og fasisma. Hann fylgdi að málum lýðveldinu spænska, sem þá hafði orðið fyrir glæpsamlegri árás af fasistunum. Hann hóf upp rödd sína til að andmæla svikunum í Miinchen. Og er hreinsunin og grimmdaræðið hófst 1940, var Paul Lange- vin einn af þeim fyrstu, er settur var í fangelsi. Hann var 67 ára gamall og veikur, er honum var varpað í fangelsisklefann. Það var þessi illræmda. dýf- lissa, sem af einhverri undarlegri kaldhæðni hefur verið skírð Santé- (eða 'heilsuverndar-)fangelsið. Það var þar, sem nazista-herforinginn Boehmelburg komst svo að orði við Langevin: „Þú ert okkur jafn hættulegur og al- fræðingar átjándu aldarinnar einveldisstjórnum þess tíma.“ Þetta var viðurkenning andstæðings, þótt ekki væri svo til ætlazt, — og söguleg afstaða hans er hér rétt metin. Er Langevin hafði verið tekinn höndum, var honum

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.