Réttur - 01.01.1947, Síða 32
32
RÉTT UR
vísindamaðurinn á sviði frumeinda-eðlisfræðinnar, hefur
jafnan nefnt sig lærisvein Langevins og haft á honum
mestu mætur. Hann flutti ræðu um kennara sinn við
jarðarförina — og mun hún vera með því albezta í vís-
inda-bókmenntum frönskum.
En á orðið vísinda- eða vísindalegur við í þessu sam-
bandi? Það var brennandi pólitísk sannfæring, kommún-
istiskar skoðanir, er tengdu Joliot-Curie við franska al-
þýðu. Og hann minnti hlustendur sína. á það, að komm-
únistinn og vísindamaðurinn Paul Langevin, hefði ekki
litið á vísindin, sem glæsilega íþrótt hugans eingöngu,
„heldur sem mikilvirkt tæki mannkyninu til frelsis og
aukins þroska, tæki til þess að skapa meira réttlæti og
manngæzku. Paul Langevin gegndi tvennskonar hlut-
verki. Hann var í senn mikill vísindamaður og góður
samborgari. Hann leitaðist við að auka þekkingu okkar
á heiminum og jafnframt að skapa nýjan heim, þar sem
réttlætið réði ríkjum. Hann var feikna fjölfróður og
fjölhæfur og sérstaklega skýr og nákvæmur í dómum
sínum og ályktunum. Það voru þessir ágætu eiginleikar,
sem gerðu honum fært að skýra og reltja félagsleg við-
fangsefni svo rækilega, sem raun varð á — og snúast við
þeim á þann hátt, að við dáumst að. Langevin sóttist
ekki eftir því að tilheyra einhverju úrvalsliði vísinda-
manna, sem slitið væri úr öllum tengslum við atburði
líðandi stundar. Hann var einn í félagsheild starfandi
manna, og því var það, að hann gaf sig að félagslegum
vandamálum."
Þetta er svarið við þeirri spurningu, er vér vörpuðum
fram í upphafi greinarinnar. Þetta er skýringin á því,
að háskólaborgarar og félagsbundinn verkalýður, sendi-
nefndir bænda og frægustu nútíma-listamenn og skáld
gengu þarna saman fylktu liði á eftir kistu hans.
Mér hlotnaðist það hryggilega hlutskipti, að vera sá
síðasti, er heimsótti hann — það var nokkrum klukku-