Réttur


Réttur - 01.01.1947, Side 36

Réttur - 01.01.1947, Side 36
36 RÉTT UR Eftir að enn höfðu verið gerðar ítrekaðar tilraunir til að afla prentsmiðjuleyfisins, kom loks hin síðbúna leyfis- veiting í vetrarbyrjun 1886. Prentsmiðjan var þá fyrir all- löngu tilbúin og prentari ráðinn. Var nú ekki beðið boð- anna um að hef ja útgáfu blaðsins. Hinn 30. október 1886 hóf hið nýja blað göngu sína. Það hlaut nafnið Þjóðviljinn, og kemur glöggt fram í nafngiftinni, hvert forgöngumennirnir stefndu. Nafnið var táknrænt fyrir stefnu blaðsins, en hún var í stytzu máli sú að 'halda fram vilja þjóðarinnar gegn stjórnar- völdunum. Um nafn þetta og með hverjum hætti það varð til höf- um vér frásögn Skúla Thoroddsens sjálfs. I næstsíðasta. blaði Þjóðviljans, sem út kom, dagsettu hinn 4. des. 1915, ræðir Skúli um þetta efni og segir meðal annars: „Vilji þjóðarinnar, eða öllu heldur vilji meiri hluta hennar, er það, sem einatt á að ráða, er um eigin mál- efni hennar ræðir. Þetta er þá og stefna blaðs vors, er í nafni þess felst. Nafnið er annars til orðið um þær mundir, sem séra Arnljótur heitinn Ólafsson gerði hvað mest háð að þjóð- arviljanum hér á landi. Það var séra Sigurði Stefáns- syni í Vigur, sem datt nafnið fyrst í hug, og ég féllst þá á það.“------ Hluthafar „Prentfélags Isfirðinga" höfðu kosið í rit- nefnd blaðsins þá Skúla Thoroddsen, séra Sigurð Stefáns- son og séra Þorvald Jónsson. Nafn Skúla mátti ekki standa á blaðinu, þar sem hann var lögreglustjóri. Séra Sigurður var á hinn bóginn búsettur fjarri útkomu- staðnum. Gerðist Þorvaldur prófastur því ábyrgðar- maður blaðsins. En þegar í öðru blaði Þjóðviljans lýsti hann því yfir, að hann hætti öllum afskiptum af rit- stjórn þess. Ástæðan er vafalaust sú, að í fyrsta tölu- blaði birtust tvær mjög harðar árásargreinar á stjórn-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.