Réttur


Réttur - 01.01.1947, Page 39

Réttur - 01.01.1947, Page 39
RÉTTUR 39 „Blað vort mun því yfir höfuð að tala verða fram- farablað, og það í þeim skilningi, að vér viljum framfar- irnar og framkvæmdirnar sem fyrst; vér erum á ann- arri skoðun en þeir, sem alltaf vilja bíða og bíða, (reyna og reyna) af því að ekkert liggi á; vér segjum, að á öllu því liggi, sem vér erum sannfærðir um, að þjóð vorri megi að gagni koma; látum oss eigi óttast, að vér förum of hratt; vér verðum aldrei á undan tímanum, en vér getum hæglega orðið mörgum dagleiðum á eft- ir. . . . Að öðru leyti mun bezt að lofa litlu, þá er efnd- anna eigi vant. Það eitt getum vér sagt, að blað vort mun verða stefnufast, því að stefnulaust blað er að vorri hyggju eins og stefnulaus maður, hvorttveggja til lítillar uppbyggingar í lífinu.“ — Eftir að málið hafði verið reifað nokkru ýtarlegar, birtist stefnuskráin sundurliðuð í átta greinum. Sumar fjalla um minni háttar málefni, sem þá voru mjög á dagskrá, svo sem laun presta, en f jórar greinarnar flytja kjarna málsins. Þær hljóða svo: 1. Stjórnskipunarmálið. Þessu máli viljum vér halda fram til þrautar í fullu trausti þess að sigursæll er góð- ur málstaður. Vér munum því hvorki láta óblíðar undir- tektir hinnar núverandi stjórnar aftra oss, né gól eða skræki stjórnarlómanna slá að oss felmtri. 2. Menntun almennings viljum vér efla, með því að hún er undirstaða fyrir borgaralegum þrifum. Sérstak- lega munum vér láta oss um það hugað, að alþýðu vaxi pólitísk menning og þroski. 3. Aðalatvinnuvegi landsins, búnað og sjávarútveg viljum vér efla með meira fjárframlagi en nú er. Sam- göngur allar viljum vér gera greiðari. 4. Rétt finnst oss, að karlar og konur séu jafnt sett að lögum. Þetta voru höfuðatriðin í stefnuskrá Þjóðviljans. Og það skal fullyrt, að ekkert íslenzkt blað hafði svo tíma-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.