Réttur


Réttur - 01.01.1947, Page 43

Réttur - 01.01.1947, Page 43
RÉTTUR 43 Það er ekki ótíðin, sem drepur oss, heldur vor eigin amlóðaskapur. Vér verðum að nenna að hugsa og starfa. Vér verð- um að bæta landstjórnina og efla atvinnuvegina. verða hörðu árin eigi eins tilfinnanleg, og barlómurinn miklum mun minni. Sumir kunna að segja sem svo, að um landstjórnina skipti litlu. En af hverju stafa öll þessi bágindi, allur þessi efna- legi vesaldómur, sem yfir þjóðina gengur? Af engu öðru en óhagkvæmri stjórn um undanfarin ár og aldir. Það hefur liðið svo öld fram af öld, að ekkert veru- legt hefur verið gert til að koma landinu upp í efnalegu tilliti. Lagasmíðin var að undanförnu oftast ekki önnur en sú, að einstaka dönsk tilskipun birtist hér öðru hvoru, líklega mest til að minna á, að stjórnin í Kaupmanna- höfn mundi enn eftir „hinu auma landi“ og væri alltaf í heilabrotum vegna velferðar fslands. IJt úr landinu var flutt flest eigulegt, sem hönd á festi, en ekkert teljandi gert landinu til viðreisnar. Og þessi sami þröskuldur stendur enn sem steinn í götu. Lagasynjunum er árlega sveiflað að oss frá hinni dönsku ráðherrastjórn í Kaupmannahöfn. Bukkandi og beygjandi eigum vér enn að leita til dönsku stjórnar- innar með hvað eina að kalla, og spyrja, hvort vér meg- um t. a. m. haga verzluninni svo eða svo, skera hákarl- inn hér eða þar, halda hreppaskil á þessum tíma eða hinum, nota fé vort til þessa eða hins o. s. frv.. Ætti ekki harðærið og vandræðin að verða hvöt fyrir oss íslendinga, til þess að reyna að kippa þessu í lag? Það erum vér, sem eigum að ráða í voru eigin landi.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.