Réttur - 01.01.1947, Side 47
RÉTTUR
47
jafnrétti karls og konu Það var róttæk krafa á íslandi
1886, enda mátti heita, að Þjóðviljinn væri lengi vel eina
stjórnmálablaðið, sem túlkaði mál kvenna, en það gerði
hann bæði oft og vel. Raunar birtust nokkrar greinar
svipaðs eðlis í Fjallkonunni, en þá mun upptalið.
Þegar í fimmta tölublaði fyrsta árgangs birtist at-
hyglisverð grein, sem nefndist ,,Um hag kvenna.“ Var
hún undirrituð r. Litlu seinna kom önnur grein um mál
þetta, og nefndist höfundur Gerður. Rak nú hver grein-
in aðra, og voru flestar þeirra eftir þá tvo höfunda, sem
nefndir hafa verið.
Önnur mál, sem Þjóðviljinn beitti sér fyrir á fyrstu
árum sínum, voru meðal annars umbætur á fátækralög-
gjöfinni. Sú löggjöf var þá og lengi síðan smánarblettur
á þjóðinni. Krafðist Þjóðviljinn þess, að löggjöfinni yrði
komið í það horf, að tepptur væri eða takmarkaður hinn
hvimleiði hreppaflutningur og hrakningar þeir á þurfa-
mönnum, sem af honum leiddu.
Enn barðist Þjóðviljinn fyrir þeirri réttarbót, að
breyta húsmanna- og þurrabúðarlöggjöfinni í frjálslynd-
ara horf en verið hafði. Fékk Skúli allmiklu áorkað í
því efni, eftir að hann var þingmaður orðinn. Hygg ég,
að það sé sannmæli, sem kunnugur maður Skúla ritaði
um hann látinn, og á það jafnt við um hann sem rit-
stjóra og þingmann:
„Hann. ... lét sér óvanalega annt um að ekki væri á
lítilmagnann hallað, hvorki af því opinbera. eða einstök-
um mönnum, og að reynt væri eftir mætti að bæta kjör
olbogabarna þjóðfélagsins. Var hann, að minnsta kosti
fyrri hluta þingtíðar sinnar áreiðanlega lang-frjálslynd-
asti maður á þingi og öruggasti málsvari smælingjanna,
og þó að aðrir hafi máske staðið honum jafnframarlega
í þessu efni síðari árin, kom það ekki af því, að hann
yrði íhaldsmeiri eða þröngsýnni með aldrinum, heldur