Réttur


Réttur - 01.01.1947, Blaðsíða 47

Réttur - 01.01.1947, Blaðsíða 47
RÉTTUR 47 jafnrétti karls og konu Það var róttæk krafa á íslandi 1886, enda mátti heita, að Þjóðviljinn væri lengi vel eina stjórnmálablaðið, sem túlkaði mál kvenna, en það gerði hann bæði oft og vel. Raunar birtust nokkrar greinar svipaðs eðlis í Fjallkonunni, en þá mun upptalið. Þegar í fimmta tölublaði fyrsta árgangs birtist at- hyglisverð grein, sem nefndist ,,Um hag kvenna.“ Var hún undirrituð r. Litlu seinna kom önnur grein um mál þetta, og nefndist höfundur Gerður. Rak nú hver grein- in aðra, og voru flestar þeirra eftir þá tvo höfunda, sem nefndir hafa verið. Önnur mál, sem Þjóðviljinn beitti sér fyrir á fyrstu árum sínum, voru meðal annars umbætur á fátækralög- gjöfinni. Sú löggjöf var þá og lengi síðan smánarblettur á þjóðinni. Krafðist Þjóðviljinn þess, að löggjöfinni yrði komið í það horf, að tepptur væri eða takmarkaður hinn hvimleiði hreppaflutningur og hrakningar þeir á þurfa- mönnum, sem af honum leiddu. Enn barðist Þjóðviljinn fyrir þeirri réttarbót, að breyta húsmanna- og þurrabúðarlöggjöfinni í frjálslynd- ara horf en verið hafði. Fékk Skúli allmiklu áorkað í því efni, eftir að hann var þingmaður orðinn. Hygg ég, að það sé sannmæli, sem kunnugur maður Skúla ritaði um hann látinn, og á það jafnt við um hann sem rit- stjóra og þingmann: „Hann. ... lét sér óvanalega annt um að ekki væri á lítilmagnann hallað, hvorki af því opinbera. eða einstök- um mönnum, og að reynt væri eftir mætti að bæta kjör olbogabarna þjóðfélagsins. Var hann, að minnsta kosti fyrri hluta þingtíðar sinnar áreiðanlega lang-frjálslynd- asti maður á þingi og öruggasti málsvari smælingjanna, og þó að aðrir hafi máske staðið honum jafnframarlega í þessu efni síðari árin, kom það ekki af því, að hann yrði íhaldsmeiri eða þröngsýnni með aldrinum, heldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.