Réttur


Réttur - 01.01.1947, Side 50

Réttur - 01.01.1947, Side 50
50 R É T T U R stuðnings hennar við blaðið. Skúli var oft fjarstaddur útkomustað Þjóðviljans, einkum er hann sat á þingi. Sá Theodóra þá oft um blaðið og studdi mann sinn jafn- an með ráðum og dáð. Mun fæstum nú kunnugt, hversu mikinn þátt hún hefur átt í viðgangi Þjóðviljans og vin- sældum, en fullyrða má, að hennar hlutur sé ekki lítill. Lét hún mörg mál til sín taka og ritaði ósjaldan um þau í blaðið. í ársbyrjun 1898 stækkaði Þjóðviljinn ungi mikið í broti og jafnframt f jölgaði tölublöðum að nokkrum mun. Efnið varð því stórum fjölbreyttara en áður, meðal ann- ars ýtarlegar, útlendar fréttir, innlendur sagnafróðleik- ur og margt fleira. Árið 1899 breyttist nafn blaðsins aftur í gamla horfið. Þjóðviljinn ungi varð að Þjóðviljanum, og hélzt það nafn alla stund síðan. Um leið og þessi breyting var gerð, lagði Skúli Thoroddsen saman aldursár gamla Þjóðvilj- ans og Þjóðviljans unga, 5 + 8, og hóf því fjórtánda ár- gang árið 1899. Árið 1901 varð sú breyting á högum Þjóðviljans, að hann fluttist, ásamt fóstra sínum, frá Isafirði og suður að Bessastöðum. Hafði hann þá komið út vestra í 15 ár. Mun óhætt að segja, að leitun sé á því blaði íslenzku, sem náð hefur jafnmiklum ítökum og haft eins gagn- ger áhrif á umhverfi sitt og Þjóðvilji Skúla hafði í ísa- fjarðarsýslum og raunar á Vestfjörðum öllum. Blaðið var mjög útbreitt um nágrennið, keypt nær því á hverj- um bæ í sýslunum báðum. Alþingiskosningar þær, sem fram fóru vestra, meðan Þjóðviljinn kom út á ísafirði, sýna betur en flest annað, hversu mikil ítök hans voru. — 1 öðrum landshlutum var blaðið langtum minna út- breitt, og mun kaupendafjöldinn ekki hafa verið yfir 700, fyrri árin á ísafirði. Eftir að Þjóðviljinn fluttist til Bessastaða, náði hann nokkurri útbreiðslu í Gullbringu- og Kjósarsýslu og

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.