Réttur - 01.01.1947, Page 60
60
R É T T U R
uppræta fasismann og tryggja þjóðunum sjálfstæði. Á-
sakanirnar út af aðgerðum hinna brezk-bandarísku full-
trúa á tímabilinu, sem liðið er frá Potsdamráðstefnunni,
eru einmitt þær, að þeir hafi skotið sér undan skuld-
bindingum sínum og brotið hvað eftir annað og samtaka
meginreglur sáttmálans og samstarfs hinna þriggja
stóru með baráttu sinni gegn neitunarvaldinu og hrópi
sínu um „þríveldaeinræði". Sömuleiðis með innbyrðis
vopnasamningum og samvinnu um bætta vígstöðu, með
stöðvun afvopnunartillagna. og söfnun birgða af kjarn-
orkusprengjum, með brotum gegn umboðsstjórnarfyrir-
mælum, með verndun fasisma á Spáni og í Grikklandi,
eflingu hringaafturhaldsins í Þýzkalandi og stuðningi við
fasistasinnuð afturhaldsöfl í Austur-Evrópu, og loks með
því að vaða yfir framandi lönd viðsvegar um heim og
koma upp herstöðvum. Það er þessi raunverulega pólitík
brezk-bandarískrar blakkar, sem gerir hinar almennu yf-
irlýsingar, sem öðru 'hvoru eru út gefnar um hollustu við
meginreglur Sameinuðu þjóðanna, að fánýtu hjali. Það er
sú pólitík, sem framkallar andúð meðal fulltrúa lýðræðis-
aflanna, en fögnuð meðal afturhaldsins um allan heim.
Hún veikir Sameinuðu þjóðirnar og stofnar þeim í hættu
og auðveldar vélráð þeirra, sem vilja koma af stað nýrri
styrjöld. Þrátt fyrir þingmeirihluta, sem er framfara-
sinnaður og andvígur íhaldi, skipar hún Bretlandi stöð-
ugt röngum megin í hinum miklu alþjóðlegu deilumálum
vorra daga, svo að utanríkispólitík Bretlands uppsker lof
Churchills og annarra íhaldsþingmanna, en þögn af
bekkjum verkamannaflokksins.
SAMVINNA OG ÁREKSTKAR
En hvað liggur á bak við hina brezk-amerísku blökk?
Hvers vegna tekur Bretland sér stöðu við hlið hinna aft-
urhaldssömu stórveldissinna Ameríku þrátt fyrir hinar