Réttur


Réttur - 01.06.1947, Side 73

Réttur - 01.06.1947, Side 73
RÉT T U R 145 hins vegar er túlkun tónlistar og myndlistar orðvana og því að sama skapi háðari tilbrigðum formsins, þótt með ólíkum hætti sé. En eitt er þó víst: öll list ber ein'hverjar menjar ríkj- andi samfélagshátta, enda þótt öll mikil list sé jafn- framt bein eða óbein tilraun hins skapandi anda til að hrista af sér allar hindranir og hefja mannlegt frelsi til meiri fullkomnunar. Líti maður t. d. á málverk frá endurreisnartímanum (renaissance) dylst eigi, hvernig andlaus upphafningarkrafa hinna drottnandi stétta settu mark sitt á list þessa tímabils. Rókókómálverk bendir hins vegar til upplausnar og hrörnunar hirðlífs, sem flýtur því nær máttvana út í haf siðleysisins. En hjá beztu listamönnum beggja tíða bregður þó fyrir leiftrum, sem tjá einlæga leit þeirra að fegurð og fágun, þrátt fyrir allan ruddaskap, sérgæzku og félagslegar takmarkanir samtíðarinnar. 1 sundurvirku auðvaldsþjóðfélagi, þar sem djöfladans hinna innri mótsetninga er orðinn slíkur, að hann hrind- ir þjóðunum út í kreppur og síðan styrjaldir á fárra ára fresti — þar er heiðarlegum listamanni ærinn vandi á höndum. Vilji einhver segja, að honum sé ekki öðr- um þegnum um vandara, þá er slíkt hinn mesti misskiln- ingur: hann ræður einmitt yfir óvenjulegu áhrifavaldi, sem jafnframt leggur honum óvenjulega ábyrgð á herð- ar. Listamaður hefur meira að segja tvennskonar sið- ferðisskyldum að gegna. 1 fyrsta lagi sem listamaður: honum ber að leitast við að gera list sína svo fagra, sanna og göfuga sem verða má. 1 öðru lagi sem maður: honum ber að leitast við að beina listarstarfi sínu til þjónustu við framvindu samfélagsins svo sem auðið er. Honum verður að vera ljóst, að því flóknara og samsett- ara sem samfélagið verður, því þyngri verður hin sið- ferðilega ábyrgð hans. Hann er brautryðjandinn: mann- kynið allt er að leita hins sama og hann og fetar því í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.