Réttur


Réttur - 01.01.1950, Blaðsíða 8

Réttur - 01.01.1950, Blaðsíða 8
8 RÉTTUR hans bar þó þann árangur að baeði faðir hans og kennarinn sýndu honum ögn meiri nærgætni en áður. Verkfall hans hafði fært hon- um bætt kjör. Undir eins og Mao hafði k;omizt ofurlítið niður í reikningi, setti faðir hans hann til að hafa á hendi bókfærslu fyrir sig. Hann þoldi ekki að sjá drenginn iðjulausan nokkra stund, hann varð að vinna eins og vinnumennirnir, en fékk ekkert kaup og fæði af skornari skammti en þeir. Móðir Maos var gæðakona og hjálpaði fátæklingum eins og hún gat, en varð að fara á bak við mann sinn með það. í fjölskyldunni voru tveir „flokkar'. Stjórnarflokkurinn var faðir hans, en and- stöðuflokkur hans samanstóð af Mao, móður hans og bróður og stundum vinnumanni. í þessari samfylkingu voru samt skiptar skoðanir. Móðir hans aðhylltist pólitík óbeinna aðgerða og gagn- rýndi harðlega uppreisn gegn valdhafanum. Hún sagði að það væri ekki kínversk aðferð. Þegar Mao var orðinn þrettán ára og skólagenginn, hugkvæmd- ist honum að nota lærdóm sinn í baráttunni gegn föður sínum. Faðir hans var mjög hrifinn af hinum klassísku höfundum og vitn- aði í þá um sonarskyldu og fordæmingu á leti og óhlýðni. Mao þuldi þá upp staði þar sem sömu höfundar töldu ástríki á börnum til dyggða og varði sig gegn ásökunum um leti með því að fullorðið fólk ætti að vinna meira en börn af því að það væri stærra. Jafnframt því sem auður föður hans óx harðnaði stríðið milli þeirra feðga. Einhverju sinni er margir gestir voru komnir á heimili foreldra Maos, lenti þeim feðgum saman og faðir hans kallaði hann letingja og ónytjung í áheyrn allra gestanna. Þetta þoldi pilturinn ekki, hljóp út og kvaðst ekki mundu snúa heim aftur. Móðir hans elti hann og reyndi að fá hann til að breyta ákvörðun sinni, faðir hans skarst einnig í leikinn, bölvaði honum og skipaði að koma þegar heim. Mao hljóp fram á tjarnarbakka þar skammt undan og hótaði að drekkja sér, ef faðir hans kæmi nær. Fóru þarna fram samningaumleitanir- sem enduðu með því að Mao sneri heim aftur og baðst afsökunar, en faðir hans varð að lofa því að berja hann aldrei framar. Þannig lauk þessari borg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.