Réttur - 01.01.1950, Blaðsíða 57
RÉTTUR
57
Ríkisstjómin einokar allan innflutninginn. Hinir fáu
stóru útvöldu fá þar ljónspartinn. Valdaklíkur íhalds og
Framsóknar skipta gjaldeyrisleyfunum á milli sín eins og
bráð. Þessar ávísanir á gjaldeyrinn, sem alþýðan og út-
gerðin hefur framleitt með erfiði og áhættu, jafngilda pen-
ingagjöfum, því gróðinn af þeim er öruggur, enda ganga
sum leyfin kaupum og sölum. „Gjaldeyrisleyfa-grosserarn-
ir“ eru sérréttindastétt verzlunarlífsins, nýr einokunarað-
all, sem fyrirhafnarlaust fær gróðann af striti alþýðunnar
upp í hendurnar. Þessir útvöldu lieildsalar (10—20 firmu)
óttast samkeppni og verzlunarfrelsi eins og f jandann sjálf-
an, næstum eins mikið og ríkiseinkasölur. Þeir óttast að
samtök fólksins á verzlunarsviðinu eða jafnvel framtaks-
samir heildsalar yrðu þeim yfirsterkari, ef linað yrði á
einokuninni. ,
Þannig er útflutningur og innflutningur fjötraður ein
okunarböndum fámennrar sérréttindastéttar, sem ræður
ríkisvaldinu. Og bak við þessa litlu íslenzku einokunarherra
stendur liið volduga ameríska og enska auðvald einoltunar-
hringanna, allt frá Unilever til Standard Oil.
Hið engilsaxneska einokunarvald og selstöðukaupmenn
þess í Reykjavík vilja viðhalda einokuninni á verzlun Is-
lendinga. Með því á að halda íslendingum föstum undir oki
einokunarhringanna og undir boðaföllum Marshallkrepp-
unnar, svo þeir fái sig ekki hrært.
Þegar Eyfirðingar eins og aðrir íslendingar hófu sam- »
tök sín gegn selstöðuverzlununum fyrir 70 árum, litu hinir
dansksinnuðu faktorar dönsku arðránsfyrirtækjanna á það
sem landráð við „móðurlandið danska“, að íslenzkir alþýðu-
menn tóku upp á því að selja afurðir sínar til Englendinga
og kaupa frá þeim í staðinn og komast þannig undan arð-
ráni danskra verzlana.
Nú skoða ,,faktorar“ engilsaxnesku auðhringanna á Is-
landi það sem landráð við „móðurlandið, sem fæðir þá‘.‘
(Bandaríkin, sem gefa þeim kartöflur og korn) að koma