Réttur


Réttur - 01.01.1950, Blaðsíða 24

Réttur - 01.01.1950, Blaðsíða 24
24 RÉTTUR hverjar góðgerðir, appelsínur, súkkulað, gosdrykki, portvín, hvað sem þér kynni að þóknast af þ^ssu. Annað hef ég elfki til að bjóða.“ Sigga færðist undan fyrst í stað. En Gunnar var lítið eitt kennd* ur, og þá var hann alltaf svo þrár. Þar að auki hefði verið gaman, þegar allt kom til alls, að líta snöggvast inn til hans og sjá híbýli hans. Og óneitanlega voru appelsínur freistandi á þessum ávaxta- leysistímum. Skyldi hann verða svo nærgætinn að gefa henni fá- einar til þess að færa Dísu? A því gæti hún séð, hvernig hug hann bæri til Dísu. Kannske ætlaði hann líka að tala við hana í alvöru — biðja hennar? ,,En ég má ekki vera að því að stanza neitt, ég lít aðeins inn, því að ég verð að vera komin heim klukkan hálf eitt,“ sagði hún. Þetta var snotur og falleg stofa, sem hann leigði í, með tveimur stoppuðum stólum, fataskáp og legubekk, auk eins konar skrif- borðs með skápum, sem höfðu meðal annars inni að halda veizlu- föngin. Hann kom fyrst með portvínið, þá appelsínurnar og súkku- laðið. Sigga vildi ekki nema eitt staup af víninu. Hún var óvön að drekka vín og stóð ætíð einhver beygur af því. En appelsínur voru dásamlegasta fæðan, sem hún þekkti. Svo byrjaði hann að segja skopsögur — að vísu fremur óheflaðar, en þó ekki þannig, að hún gæti ekki hlegið að þeim. Á meðan settist hann á stólbríkina hjá henni, og fyrr en varði hafði hann tekið undir höku hennar og kysst hana. Veikur sælutitringur fór um líkama hennar, en um leið gerði einhver tilkenning af ótta vart við sig í huga hennar. ,,Hver leyfir þér að gera þetta,“ sagði hún og ýtti honum frá sér. Það hafði hún reyndar ekki gert, þegar hann kyssti hana í forstofunni um daginn, eftir að hann hafði fylgt henni heim af dansleiknum. ,,Þú ert svo sæt, að ég gat ekki stillt mig.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.