Réttur


Réttur - 01.01.1950, Page 50

Réttur - 01.01.1950, Page 50
50 RÉTTUR gerðirnar til að koma atvinnuleysinu á aftur. Dregið var úr fjárfestingum og framkvæmdum eftir því, sem stjórn- arvöldin frekast þorðu. Spillt var fyrir sölu á innlendum afurðum út úr landinu, ef vöruskifta þurfti við, eftir því sem fært þótti. Byggingaleyfin voru gefin út, án þess þó að tryggja að þau kæmu að notum, hvað fé til bygginganna snerti. Skapað var smámsaman atvinnuleysi í bygginga- vinnunni, fyrst út um land, síðan loks í Reykjavík og þá, með þeim ráðum að gefa ekki út byggingaleyfin fyrir ár- ið 1949 fyrr en í ágúst 1949! Með þessum aðferðum tókst smámsaman að gera byggingarnar dýrari og koma á at- vinnuleysinu: hinu langþráða öryggi arðránsins. Öll þessi starfsemi Fjárhagsráðs fer fram undir útlendu eftirliti. Marshall-stofnunin lætur gefa sér skýrslur um allar helztu ráðstafanir ráðsins. Svipa dollaravaldsins er í sífellu reidd yfir þessu æðsta ráði íslenzks atvinnulífs. Séu gerðar ráð- stafanir, t. d. til verulegrar aukningar atvinnunnar og hag- sældar almennings, mætti búast við að dregið yrði úr Mar- shall-mútunum: f járgjöfunum. — Hin ameríska skrifstofa Marshallstofnunarinnar, ECA í Wasliington, hefur nú að vissu leyti tekið við því hlutverki og valdi, sem Rentu- kammerið 'hafði forðum daga í Kaupmannahöfn á mestu niðurlægingartímum þjóðarinnar. Landsbankinn hafði á höndum hitt aðalhlutverkið í árásinni á lífsafkomu þjóðarinnar: að skapa lánsf járkrepp- una, hindra með þvi að draga úr útlánum til bygginga og nýrrar atvinnu að full atvinna gæti haldizt. Stofulærðir hagfræðingar, sem enga þekkingu höfðu á þróunarstigi íslenzks atvinnulífs eða ekkert tillit vildu taka til þarfa íslenzkrar þjóðar, voru síðan látnir breiða blæju gerfivísinda sinna yfir þessar aðfarir: Það var kallað að fjárfestingin væri aðalböl þjóðarinnar, þegar atvinnuleysið var farið að þjá hana, og að neyzluvöruinnflutningur væri allra meina bót, þegar fátæktin var farin að gera fólki erfitt að veita sér brýnustu nauðsynjar menningarlífs.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.