Réttur


Réttur - 01.01.1950, Blaðsíða 50

Réttur - 01.01.1950, Blaðsíða 50
50 RÉTTUR gerðirnar til að koma atvinnuleysinu á aftur. Dregið var úr fjárfestingum og framkvæmdum eftir því, sem stjórn- arvöldin frekast þorðu. Spillt var fyrir sölu á innlendum afurðum út úr landinu, ef vöruskifta þurfti við, eftir því sem fært þótti. Byggingaleyfin voru gefin út, án þess þó að tryggja að þau kæmu að notum, hvað fé til bygginganna snerti. Skapað var smámsaman atvinnuleysi í bygginga- vinnunni, fyrst út um land, síðan loks í Reykjavík og þá, með þeim ráðum að gefa ekki út byggingaleyfin fyrir ár- ið 1949 fyrr en í ágúst 1949! Með þessum aðferðum tókst smámsaman að gera byggingarnar dýrari og koma á at- vinnuleysinu: hinu langþráða öryggi arðránsins. Öll þessi starfsemi Fjárhagsráðs fer fram undir útlendu eftirliti. Marshall-stofnunin lætur gefa sér skýrslur um allar helztu ráðstafanir ráðsins. Svipa dollaravaldsins er í sífellu reidd yfir þessu æðsta ráði íslenzks atvinnulífs. Séu gerðar ráð- stafanir, t. d. til verulegrar aukningar atvinnunnar og hag- sældar almennings, mætti búast við að dregið yrði úr Mar- shall-mútunum: f járgjöfunum. — Hin ameríska skrifstofa Marshallstofnunarinnar, ECA í Wasliington, hefur nú að vissu leyti tekið við því hlutverki og valdi, sem Rentu- kammerið 'hafði forðum daga í Kaupmannahöfn á mestu niðurlægingartímum þjóðarinnar. Landsbankinn hafði á höndum hitt aðalhlutverkið í árásinni á lífsafkomu þjóðarinnar: að skapa lánsf járkrepp- una, hindra með þvi að draga úr útlánum til bygginga og nýrrar atvinnu að full atvinna gæti haldizt. Stofulærðir hagfræðingar, sem enga þekkingu höfðu á þróunarstigi íslenzks atvinnulífs eða ekkert tillit vildu taka til þarfa íslenzkrar þjóðar, voru síðan látnir breiða blæju gerfivísinda sinna yfir þessar aðfarir: Það var kallað að fjárfestingin væri aðalböl þjóðarinnar, þegar atvinnuleysið var farið að þjá hana, og að neyzluvöruinnflutningur væri allra meina bót, þegar fátæktin var farin að gera fólki erfitt að veita sér brýnustu nauðsynjar menningarlífs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.