Réttur


Réttur - 01.01.1950, Blaðsíða 46

Réttur - 01.01.1950, Blaðsíða 46
46 RÉTTUR full atvinna, minnkun eða afnám á arðráni auðhringa og sala á öllu, sem við framleiðum, er líka mögulegt án stríðs. Svo djúpt erum við íslendingar ekki sokknir, að sæmileg af- koma þjóðarinnar sé óhugsandi nema það kosti aðrar þjóðir blóð og tár. Það er aðeins ástand þjóðfélagsins í löndunum í kringum okkur, sem er svo sjúkt, að auð'hringir þessara landa vilja ekki nýta ágætar vörur fslendinga til þess að seðja hungur alþýðu í Bretlandi, Bandaríkjunum og annars- staðar, nema það sé stríð og auðvaldið verði því að sjá um að fólkið getið borðað sig satt. II. Engilsaxnesku einokunarklærnar yfir Isiandi 1947-1950 Saga áranna eftir að stjórn Stefáns Jóhanns í júlí 1947 gekk í Marshallbandalagið, er sagan af því hvernig klær engilsaxnesku auðhringanna kreppast æ fastar að hálsi ís- lendinga. Fyrir þjóð eins og vora, sem á sínar ægilegustu endurminningar frá þeim tíma, er erlent einokunarvald hafði næstum gengið að þjóðinni dauðri, er rétt að rif ja upp örfá dæmi um hvernig hið danska einokunarvald fór að, þegar það var að ná kverkatökunum á þjóðinni. Nokkuð má ef til vill enn af því læra til að varast. Kúgunaraðferðir eru oft undarlega líkar, hvort sem einokunarvaldið er danskt, enskt eða amerískt, hvort sem öldin er sextánda, seytjánda eða tuttugasta, en þó er hræsnin og yfirdrepsskapurinn í kúguninni venjulega meiri á 20. öldinni. Þegar Danir voru á 16. öldinni að undirbúa það að ein- oka íslenzku verzlunina fyrir sig eina, byrjuðu þeir með því að banna fleiri og fleiri þjóðum verzlun við ísland, allt eftir því seni þeir á 'hverju skeiði treystu sér til. Þegar þeir voru búnir að slíta þannig verzlunarsambönd íslendinga við aðr- ar þjóðir, hófst hin algera einokun þeirra sjálfra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.