Réttur - 01.01.1950, Page 46
46
RÉTTUR
full atvinna, minnkun eða afnám á arðráni auðhringa og
sala á öllu, sem við framleiðum, er líka mögulegt án stríðs.
Svo djúpt erum við íslendingar ekki sokknir, að sæmileg af-
koma þjóðarinnar sé óhugsandi nema það kosti aðrar þjóðir
blóð og tár. Það er aðeins ástand þjóðfélagsins í löndunum
í kringum okkur, sem er svo sjúkt, að auð'hringir þessara
landa vilja ekki nýta ágætar vörur fslendinga til þess að
seðja hungur alþýðu í Bretlandi, Bandaríkjunum og annars-
staðar, nema það sé stríð og auðvaldið verði því að sjá um
að fólkið getið borðað sig satt.
II. Engilsaxnesku einokunarklærnar yfir Isiandi
1947-1950
Saga áranna eftir að stjórn Stefáns Jóhanns í júlí 1947
gekk í Marshallbandalagið, er sagan af því hvernig klær
engilsaxnesku auðhringanna kreppast æ fastar að hálsi ís-
lendinga. Fyrir þjóð eins og vora, sem á sínar ægilegustu
endurminningar frá þeim tíma, er erlent einokunarvald
hafði næstum gengið að þjóðinni dauðri, er rétt að rif ja upp
örfá dæmi um hvernig hið danska einokunarvald fór að,
þegar það var að ná kverkatökunum á þjóðinni. Nokkuð má
ef til vill enn af því læra til að varast. Kúgunaraðferðir eru
oft undarlega líkar, hvort sem einokunarvaldið er danskt,
enskt eða amerískt, hvort sem öldin er sextánda, seytjánda
eða tuttugasta, en þó er hræsnin og yfirdrepsskapurinn í
kúguninni venjulega meiri á 20. öldinni.
Þegar Danir voru á 16. öldinni að undirbúa það að ein-
oka íslenzku verzlunina fyrir sig eina, byrjuðu þeir með því
að banna fleiri og fleiri þjóðum verzlun við ísland, allt eftir
því seni þeir á 'hverju skeiði treystu sér til. Þegar þeir voru
búnir að slíta þannig verzlunarsambönd íslendinga við aðr-
ar þjóðir, hófst hin algera einokun þeirra sjálfra.