Réttur - 01.01.1950, Blaðsíða 66
66
RÉTTUR
nemann, og stríðsœsingamenn beggja megin Atlanzbafsins sáu
ofsjónir. A vatnaskilum Siberiu og Aral-sléttunnar voru sovét-
vísindin að sýna hvernig megi nota kjarnorkuna mannkyninu til
þurftar og blessunar en ekki til fjöldamorða.
EYÐIMERKUR BREYTAST í BLÓMRÍKT LAND
Fljótin Yenisei, Ob og Irtysh geta nú brátt runniá óhindruÖ
í suðvestur og breytt eyöimörk, sem er á stærð við Frakkland
í frjósamar baðmullarekrur. Og raforkuver við frárennsli vatn-
anna, sem myndast í Síberíu og í skurðinum í Turgaiskörðum,
geta framleitt 82000 milljón kílówattstundir raforku. (Þetta er um
það bil 10-föld sú orka, sem hugsanlegt er að framleiða með
vatnsafli hér á Íslandi. — Þýð.).
Um 300 000 ferkílómetrar og 82 milljarðar kwstd. eru stórar
tölur, sem mörgu geta áorkað, en þýðing þessara framkvæmda
er þó ekki öll með þeim sögð. „Þurru og heitu vindarnir, sem
valda svo miklu tjóni í akuryrkjuhéruðunum við Volgu og Don,
eiga upptök sín á Arel-Kaspía-sléttunni“, sagði Davidov. ,,Ef
þessar sléttur fá nægilegt vatn, vex að sjálfsögðu loftrakinn og
funheitu suðaustanvindarnir, sem eru plága í þessum héruðum
hverfa. Sömuleiðis mun vatnsborð fljótanna í Mið-Asíu, Kazakhst-
an og Ural hækka og fljótin koma að meiri notum. Enn til við-
bótar má nefna þann kost að iðnaðarhéruðin í nágrenninu fá þarna
yfirfljótanlegt rafmagn, framleitt með vatnsorku.“
Skýrslur af Moskvufundinum segja að Davidov hafi orðið
,,hálfæstur“ þegar hann útskýrði ýms framtíðarmál í sambandi
við þessa áætlun, og ungur stúdent, sem var viðstaddur gat ekki
orða bundizt en hrópaði: „Þetta er stórkostlegt". Slíkur blær
ríkti á fundi þessum, sem markar tímamót í menningarsögu
aldarinnar og bar á stórkostlegan hátt vott um hugdirfð og bjart-
sýni.