Réttur - 01.01.1950, Blaðsíða 47
r
R É T T U R 47
Eftir að einokunin hófst varð verðlagspólitík hins erlenda
einokunarvalds þessi:
Islenzka varan var í sífellu lækkuð í verði. Með hverjum
nýjum ,,kauptaxta“, sem út var gefinn, var verð íslenzku
vörunnar lægra (það var ,,gengislækkun“ þeirra tíma).
Útlenda varan hækkaði 'hinsvegar í verði í sífellu. (Þó
mun verða að leita lengi til að finna 74% verðhækkun'nokk-
urrar útlendrar vöru á einu ári, eins og nú hefur verið fyrir-
skipuð).
Þannig var arðránið framkvæmt, fátæktin leidd yfir þjóð,
sem var að ýmsu leyti velmegandi á þeirra tíma mælikvarða
um 1500.
Jafnvel ,,herverndina“ vantaði ekki. I hvert sinn er nýr
,,kauptaxti“ var settur, (nýtt arðrán hafið), sendu Danir
herskip, til þess að vera á sveimi kringum landið (hindra
verzlun við annarra þjóða skip). Þeir sögðust gera það til
þess að vernda ísland gegn „bölvuðum Hund-Tyrkjanum!!“
Nú skulum við athuga þær aðfarir, sem ameríska og
enska auðvaldið hafa beitt Island, síðan það var knúið inn í
Marshall-,,samstarfið“ í júlí 1947 og hvert Island er leitt
með þeim.
1. Fátæktin yfir fsland á ný
„Þannig gæti viðreisn Evrópu orðið til þess að ísland
kæmi efnahag sínum á réttan kjöl án þess að fórna
öllum þeim fríðindum, efnahagslegum og félagslegum,
sem það nú getur boðið íbúum sínum, enda þótt það
geti ekki, meðan á viðreisninni stendur, náð efnahags-
legu jafnvægi án þess að skerða lífskjör þeirra all-
verulega."
Úr skýrslu hins ameríska Marshallsérfræðings
um ísland, birt í Alþýðublaðinu 5. febr. 1948.
(Leturbr. vor).