Réttur


Réttur - 01.01.1950, Blaðsíða 15

Réttur - 01.01.1950, Blaðsíða 15
R ÉTTUR 15 í átt hinnar miklu og hörðu baráttu sem nú er senn til lykta leidd með sigri kommúnista í Kína. Mao varð ritari Húnandeildarinnar, og árið 1922 var búið að stofna yfir tuttugu iðnaðarmanna- og verklýðsfélög þar, stúdentar og verkamenn voru aðalkjarni flokksins, en bændur voru ekki enn komnir til skjalanna. Mao, sem átti til bænda að telja, sá brátt hver nauðsyn þeim var á að bindast samtökum og hve mikill styrkur það væri flokknum. Hann fór því út í sveitirnar og stofn- aði bændafélög. Stórbændurnir brugðust illa við, heimtuðu hann handtekinn og sendu herlið á vettvang. Honum tókst þó að komast undan til Kanton. Áður hafði Kommúnistaflokkurinn tekið þá ákvörðun að gera samfylkingu við Kuomintang og berjast sam- einaðir gegn hernaðarsinnunum í norðri, og áttu kommúnistar menn í stjórninni. Þegar Mao kom til Kanton á flótta sínum var Chiang Kai-shek orðinn yfirhershöfðingi fyrsta hers Kuomintangs og Wang Ching-wei stjórnarforseti eftir Sun Yet-sen látinn. Nú gerðist Mao ritstjóri Pólitíska vikublaðsins sem fylgdi Kuomintang, og var honum jafnframt falið að skipuleggja samtök bænda. Á þessum árum ritaði Mao mikið í blað sitt og samdi bæklinga um stjórnmál og þjóðfélagsmál, og hann vann á vegum Kuomin- tang þangað til Chiang Kai-shek reyndi í fyrsta skipti, 1926, að hrifsa völdin í sínar hendur, en í apríl 1927 hófst harðstjórn Chiang með blóðbaðinu gegn verkalýðnum í Shanghai og Nanking. 1. ágúst 1927 var gerð uppreisn í Nanchang gegn einræði Chiang Kai-sheks og þá var stofnaður fyrsti vísirinn að Rauða hernum í Kína. Mao fór til Changsha til að skipuleggja andstöðuhreyfingu bænda og verkamanna og koma á fót rauðum herdeildum. Chiang Kai-shek var þá byrjaður á ofsóknum sínum gegn samherjum sínum í Kuomintang, kommúnistunum, og lét skjóta verkamenn og grunaða rauðliða hundruðum saman. MÍao var tekinn höndum og skipun gefin um að skjóta hann. Hann fékk lánað eitthvað af peningum hjá vinum sínum og reyndi að múta með þeim her- mönnunum sem fluttu hann á aftökustaðinn. Þeir höfðu engan áhuga á að hann yrði drepinn og börðust ekki fyrir neinni hug-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.