Réttur - 01.01.1950, Blaðsíða 23
RÉTTUR
23
anir um væntanlega viðburði kvöldsins. Hún fann það á sér, að
það myndi eitthvað gerast í kvöld .... Líklega ætti hún að taka
honum? Þó að hún elskaði hann ekki beinlínis, þá var hún samt
pínulítið skotin í honum, og hún gat vel hugsað sér að búa með
honum. Samt var einhver kvíði í henni — hún yrði að gæta þess
að hrapa ekki að neinu og hún yrði að kynnast honum betur. Hann
hafði stundum reynt að vera vingjarnlegur við Dísu litlu — enda
þótt hún hefði óljósan grun um, að honum væri það ekki eðlilegt.
Skyldi hann verða góður við hana sem stjúpfaðir? Áreiðanlega var
það betra með tilliti til framtíðar Dísu litlu, að hún ætti mann og
heimili, bara ef hann yrði þeim góður. Og hlaut hann ekki að
verða það? En hann yrði þá að biðja hennar skýrt og skorinort.
Það hafði hann nú eiginlega ekki gert ennþá, þrátt fyrir ástleitni
sína.
Hún var langt frá því að vera ánægð yfir að skilja Dísu litlu
eftir hjá mágkonu sinni að þessu sinni. Það var staddur þarna
gestur og það var verið að fara með vín. Að vísu var ekkert þeirra
drukkið, en samt leyndi sér ekki á þeim hjónunum, að þau voru
eitthvað hreif aL.víni. En þegar Gunnar kom, þýddi ekki að vera
með neinar vomur. Hún blátt áfram komst ekki undan því að
fara með honum, hvað sem hún sagði.
Það hafði verið fjörugt á dansleiknum. Hljómsveitin var fyrir-
tak og hafði haft lag á að halda lífi og fjöri í fólkinu. En Sigga
gleymdi sér samt ekki. Þegar klukkan var tólf, byrjaði hún að
ympra á því við Gunnar að fara heim. Að vísu hafði hún ætlað
sér að vera til hálf eitt, en hún vildi hafa vaðið fyrir neðan sig, þar
eð hún gerði ráð fyrir, að hann myndi hafa á móti því, að hún færi
svo snemma.
En henni til undrunar hreyfði Gunnar engum mótmælum.
„Alveg sjálfsagt, að ég fylgi þér heim. Þú gerir það svo fyrir
mig að koma aðeins við hjá mér á heimleiðinni og þiggja ein-