Réttur


Réttur - 01.01.1950, Síða 68

Réttur - 01.01.1950, Síða 68
68 RÉTTUR Lengi hvessti Argus augu ystu marka rúmsins til. Sá í gegnum holt og hæðir — heimsdrottnanna laumuspil. Inn í hallir auðkýfinga, óhóf þeirra og fjárdrátt sá. Oní myrkur „borgarbölsins“ bjarmi honum lýsti frá. Oft var styr um afarmenni austan bæði og vestan lands, hitt er víst að vildu fáir verða fyrir skeytum hans. Þótti mörgum þungvopnaður þar sem hjuggust vestanmenn; gat þó leikið léttum söxum —, leiftruðu einatt þrjú í senn. Ungur hlaut ’ann óðar Tyrfing erfðagrip frá Jökulmey. Álög fylgdu bitrum brandi bregða mátti honum ei nema rjóða í banablóði bölvalds nokkurs jörðu á. Aldrei skeiðar falinn fólu fyrr en einhver þeirra lá.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.