Réttur


Réttur - 01.01.1950, Side 30

Réttur - 01.01.1950, Side 30
30 RÉTTUR Aldrei aö eilífu myndi hún gleyma þeim, þessum tillitum barns- ins síns, sem í þjáningum sínum hatöi líka vcrið svipt traustinu á móður sinni. Þau myndu halda áfram að endurspeglast í sál henn- ar skýrar og skýrar, sársaukafyllri og sársaukafyllri. Já, Dísa litla hafði dáið í morgun. Eins og í leiðslu hafði hún hlustað á lækninn hafa yfir þessi dómsorð — að barnið væri dáið, þessa hræðilegu tjáningu, sem henni var þó sjálfri kunn. Gömlu húsmóðurinni hafði vöknað um augu, meðan hún reyndi að segja nokkur huggunarorð við móðurina. En Sigga hlustaði ekki á hana. Hún vildi ekki hlusta á hana, þessa konu, sem hafði ekki opnað húsið sitt fyrir litlu stúlkunni hennar, þegar hún sat skjálfandi úti á krapablautum tröppunum. Það var eins og hún sæi ekki húsmóður sína. Hún bara grét. Og bróðirinn kom til hennar með þeim ásetningi að hughreysta hana. En þegar hann mætti augnaráði hennar, vafðist honum tunga um tönn. Honum fannst þetta augnaráð segja: Þú átt sök- ina á, að barnið mitt er dáið. Ef til vill hefur þetta aðeins verið ímyndun hans, af því að hann hafði samvizkubit. Að minnsta kosti sagði hún ekki neitt. Hún bara grét. Og bróðirinn hætti við að klappa henni blíðlega á kinnina eins og hann hafði ætlað sér. Honum hafði flogið það í hug á leiðinni, að það gæti hann gert, því að hann bjóst ekki við að geta sagt nokkuð við hana, sem henni yrði huggun að. Hann var fremur kaldlyndur maður, þessi bróðir hennar. En eins og til uppbótar á því, að hann auðsýndi henni ekki þessi fyrirfram hugsuðu blíðuhót, sagði hann við hana, að hún mætti koma til þeirra hjónanna og vera hjá þeim, þegar hún vildi. Vera hjá þeim! Það fannst henni óhugsandi, eftir það, sem skeð hafði. Hún bara grét. Og bróðirinn sá, að hann gat ekki orðið að neinu liði, svo að

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.